Úrval - 01.03.1964, Page 31
IÍÝPVR — ÓFÚSA LÝÐVELDIÐ
21
grísku né tyrknesku, en hins
vegar oí'urlitla ensku.
Það verður að kallast kald-
hæðni örlaganna að g'eta ekki
breytt sinni stjórnarskrá. Iíýpur-
búar geta ekki breytt þeim
grundvelii, sem stjórnarskráin
er byggð á, — slíkar breyting-
ar verða einungis framkvæmd-
ar af hinum Þremur Stóru —
Bretlandi, Grikklandi og Tyrk-
landi. Það er ekkert undarlegt,
þótt lögfræðingar hristi höfuðið
yfir henni, og' einn þjóðréttar-
fræðingur hefir kallað hana
„heimsins. afleitustu stjórnar
skrá“.
Ein hættan enn steðjar að
Kýpurbúum: Kommúnisminn.
Eins og Tyrkir alls staðar eru,
þá er tyrknesld minnihlutinn á
Kýpur lítt hrifinn af Rússum
og samkvæmt því andkommún-
istar, en á meðal grískra meiri-
hlutans blómstrar kommúnism-
inn með ágætum. Kommúnistar
stjórna stærsta og bezt skipu-
lagða verkalýðsfélagi eyjarinnar.
Þrjár af stærstu borgunum á
Kýpur eru undir stjórn borgar-
stjóra, sem eru kommúnistar, og
hafa þeir meirihluta i borgar-
stjórnum þar. Sovét-Rússland
beinir miklum áróðri til eyjar-
innar, bæði á tyrknesku og
grísku.
Um 35% grískra atkvæðis-
bærra rnanna greiða nú komm-
únistum atkvæði sitt. Getur svo
farið, að þeir nái 51% atkvæða
í kosningunum 1965? Áhyggju-
fullur stjórnmálamaður einn á
Vesturlöndum hefir sagt, „Það
er alls ekki ómögulegt, að næsti
forseti á Kýpur verði kommún-
isti. Hvílíkur sigur — fyrsta
skipti, sem þeir tækju völdin i
sínar hendur eftir frjálsar kosn-
ingar!“
Kommúnistar þrífazt bezt á
óánægju, og af henni er nóg á
Iíýpur, bæði efnaliagslega og
stjórnmálalega. Útflutningur
landbúnaðarafurða, sem að
mestu er til Bretlands, er stór
þáttur af gjaldeyristekjum rik-
isins, en ef Bretar skyldu ganga
í Efnahagsbandalag Evrópu, þá
er vá fyrir dyrum hjá Kýpur-
búum.
Vatnsskortur er tilfinnanlegur
á Kýpur. Þar eru engin fljót
og varla nokkur lækur, sem ekki
er þurr einhvern tíma ársins.
t sex mánuði á hverju ári kem-
ur varla dropi úr lofti. Jafnvel
þessar takmörkuðu vatnsbirgðir,
sem Kýpur á, eru bundnar af
eldgömium lögum. Vatnsrétt-
indum er venjulega skipt jafnt
milli erfingja við dauða ein-
hvers. Þetta hefir leitt til mjög
óheillavænlegrar þróunar, og
skiptingin er orðin óskapleg.
Vatnsréttindum i smálæk nokkr-
um er nú skipt i meir en millj-