Úrval - 01.03.1964, Side 33
KÝPUR — ÓFÚSA LÝÐVELDIÐ
25
gert ráð fyrir auknum ferða-
mannastraumi, sem með tíman-
um kann að verða ein helzta
tekjulind eyjarskeggja. Á eyj-
unni eru hvarvetna fornar kap-
ellur og klaustur, og sögulegar
minjar og sögsagnir eru ótelj-
andi. Það mætti jafnvel segja,
að nægilegt sé að taka sér skóflu
í hönd og byrja að grafa, —
eitthvað myndi áreiðanlega
finnast. Eitt sinn er ég var á
gönguferð á ströndinni fann ég
eftir þriggja mínútna leit, róm-
verskan koparpening yfir 2000
ára gamlan og annan frá Býzanz
frá því um 900 f. Kr. í sumum
verzlunum er hægt að kaupa,
fyrir skaplegt verð, fögur ósködd-
uð leirker og krúsir frá því
Krists burð. Hægt er að fá stað-
festingu á uppruna og aldri
slikra muna hjá sérfræðingum,
og ennfremur stendur sjaldan á
leyfi til þess að fá að flytja
slíkt heim með sér.
Fyrir ferðamennina er lifið
á Kýpur rólegt, og fremur ó-
dýrt er að lifa. Til dæmis kost-
ar. herbergi með baði og öllum
máltiðum á Dome gistihúsinu í
Kyhrene aðeins 6 dollara á dag,
en gistihbús þetta er annað
tvegja viðhafnargistihúsa á Kýp-
ur. Gott létt vín er hægt að fá
allt niður í 30 cent flöskuna.
Enda þótt eyjan sé lítil býð-
ur hún upp á margbreytilegt
loftslag og' landslag' —- bað-
strendur, fjöll, eyðimerkur. Vet-
urinn er mildur niðri við sjó-
inn, en Troodos-fjöllin hjóða
upp á tveggja mánaða skíðafæri.
Sumarið er sex mánuðir, frá
maí til olctóber, og' þá dregur
næstum aldrei ský fyrir sólu.
Sjórinn er blár og tær, veðráttan
hentug til siglinga og fiskveiða.
Rústir hins mikla hofs Afrodite
eru aldrei langt undan, og rúst-
ir kastalanna, sem krossfararnir
byggðu, láta sig dreyma forná
frægð i sólskininu.
VANDAÐU MÁL ÞITT.
Svör af bls. 6.
1. hrútur. — 2. hjarn. — 3. fita
(aftan á hálsi og hnakka). — 4.
eimyrja. — 5. ofsi (sbr. offors).
— 6. hrogn (gy.tja). 7. skegg (sbr.
„Lát grön sia.“), vör (sbr. fýla
grön). — 8. gaddur í hjörum. —
9. hugur. — 10. þráður (sbr. af
sama toga spunnið). •— 11. at-
yrða. — 12. (langvarandi) stillur
(eftir rumbung). — 13. rogast með
eitthvað. ■— 14. nota hentugt tæki-
færi. — 15. eru auðir blettir. —
16. það skefur. — 17. frostharður
(Sl.) eða helreykur (VI.) er gufa,
sem ris upp frá hafinu í miklum
gaddi. •—• 18. Harmonía er nafn á
gamalli guðspjallabók. — 19. Hei-
griiidur: hlið dauðans. Dauðinn
gerir alla jafna. — 20. Þegar menn
leggja frá sér orf á heyjavelli
án þess að brýna ljáinn.