Úrval - 01.03.1964, Page 37
KERLíNGABÆKUR
27
hefur þessi trú oftlega orðið
til þess, að börn hafa fæðzt ó-
velkomin í þennan heim. Að
vísu er það satt, að konan hefur
ekki eðlilega eggmyndun þegar
eftir barnsburð, en áður en var-
ir myndast þó egg, hvort sem
konan er með barn á brjósti eða
ekki, og konur geta eignazt
fjöldann allan af börnum án
þess að hafa nokkurn tíma blæð-
ingar.
Auðvitað eru til óteljandi kerl-
ingabækur um alls kyns lyf og
lyflækningar. Sumar eru auðvit-
að argasti þvættingur, en oft
geta læknavísindin nýtt sér þess-
ar kerlingabækur. Ephedrine var
unnið úr kínverskri jurt og not-
að við öndunarsjúkdómum fyrir
5000 árum — og er enn. Digi-
talis var fyrst rannsakað, vegna
þess að einn enskur skottulækn-
ir notaði það i brugg sitt á 18.
öld.
Vissulega verðum við að hafa
augun opin fyrir kerlingabók-
unum, þvi að fjarstæða er að
hunza þær allar. Sagt er, að
menn taki ekki framförum nema
með þvi að reka sig á. Stundum
virðast kerlingabækurnar svo
innilega fjarstæðukenndar, að
okkur er skapi næst að hlæja
að þeim. En ef við g'áum betur
að, geta þær oft veitt vísindum
nútimans ómetanlega vitneskju.
XXX
Skilgreining á fyrirbrigðinu „mælskumaður": Haður, sem seg-
ir, að hann hafi alls ekki búízt við Því, að hann yrði' beðinn um
að standa upp og taka til máls, en fæst svo alls ekki til Þess að
ljúka máli sínu.
Lundúnabúi fann miða nokkurn, sem festur hafði verið við
rúðu í bil hans. Þegar hann gáði nánar að, sá hann, að um var
að ræða stutta orðsendingu, en fyrir ofan gat að líta bréfhaus
jarðarfarastjóra nokkurs.
Orðsendingin hljóðði svo: „Þér hafið lagt bílnum yðar fyrir
akveginn heim að húsinu mínu. Ég vonast til Þess, að mega fá
tækifæri til Þess að veita yður mina beztu Þjónustu hið alba
fyrsta.
,,Já“ og „nei“, Þessi elztu, styztu orð, krefjast samt meiri um-
hugsunar en nokkur önnur. Pyþagoras.