Úrval - 01.03.1964, Page 38
Sinubrunar
Síðari hluta vetrar og á vorin
brenna bændur víða sinu á
landareignum sínum, og er
álifið, að askan sé góður áburð-
ur fyrir jarðveginn. En vís-
indarannsóknir í Skotlandi
hafa nýlega sýnt, að sé slíkt
gert að staðaldri, verð-
ur jarðvegurinn snauður af
ýmsum nytsömum næringar-
efnum; askan hefur aðeins að
litlu leyti reynzt hverfa niður
í svörðinn, heldur hefur henni
skolað burt eða hún fokið út
i buskann. Og fyrir dýralíf eru
sinubrunar alger voði.
Eftir Þorstein Einarsson.
INUBRUNAR EFTIR
að eggtíð er komin
hafa reynzt meiri
voði en nokkur hefði
œtlað, sem annt er
um fuglalífið i landinu. Nýjar
erlendar rannsólcnir sýna, að
sinubruni er ekki til hagsbóta
landbúnaði, heldur til tjóns.
Þegar samband dýraverndun-
arfélaga íslands fór þess fyrir
nokkrum árum á leit við Búnað-
arþing og þing Stéttarfélags
bænda, að þessi samtök tækju
undir þá áskorun Sambandsins,
að sina yrði alls ekki brennd
eftir 1. maí, tóku þessir aðilar
málið föstum og drengilegum
tökum, samþykktu eindregið að
skora á bændur að verða við
áskorun dýraverndunarsamtak-
anna. Voru samþykktirnar birt-
ar i blöðum og lesnar i útvarp.
Þessar aðgerðir höfðu mikil
áhrif, enda voru þær studdar
hörmulegum atburðum, svo sem
hinum mikla bruna á Hvamms-
heiði í Suður-Þingeyjarsýslu.
Þau einu andmæli, sem fram
komu voru frá bændum á Norð-
urlandi, sem voru þó ekki and-
stæðir því að forðast bæri að
brenna sinu svo seint, að fugl-
urn og eggjum stafaði af þvi
liætta, heldur töldu, að þeir
gætu ekki Unað þvi tímatak-
marki, sein sett væri, vegna þess,
hve snjóa leysti yfirleitt seint
nyrðra. Til dæmis um fylgi
bænda yfirleitt við málið hér
syðra má nefna það, að þegar
birtar hafa verið fregnir um
sinubruna, sem fram hafi farið
eftir 1. maí, hafa oftast komið
leiðréttingar eða skýringar, sem
sýnt hafa, að sinubruninn hafi
verið til kominn af ógætni —
og þá annarra en bænda.
Vorið 1963 var hvergi brennd
sina á Suður- eða Suðvestur-
landi í maímánuði, en í febrúar
og marz gat víða að líta sinu-
28
Dýraverndarinn