Úrval - 01.03.1964, Side 45
BYLTING 1 FOBNLEIFARANNSÓKNUM
35
Joysey við dýrafræðisafnið i
Cambridge. Samanburður við
brezkrar fuglategundir af svip-
aðri stærð reyndist árangurs-
laus. Eftir mikla leit, langt út
fyrir þau takmörk, kom í ljós,
að bein þetta var úr pelikana
— en sú tegund' telst svo sann-
arlega ekki meðal brezkra fugla
nú.
Að því þúnu vai1 leitað aðstoð-
ar annarra vísindamanna við
aldursgreiningu frjóa, scm fund-
ust í jarðveginum, þar sem bein-
ið lá. Mæling á kolefnisgeislun
leiddi í ljós að þau væru frá því
á bronsöld. Nauðsyn slíkrar sam-
vinnu við sérfræðinga á öðrum
sviðum, verður nú stöðugt mikil-
vægari fyrir fornminjafræðinga.
Annað þýðingarmikið atriði
i þvi sambandi mætti ef til vill
kalla „forngrasafræði". Það nær
yfir allan plöntugróður viðkom-
andi umhverfis á tilteknu tima-
bili, villtan og ræktaðan, og
samband mannsins og hans.
Sýnishornin, sem völ er á til
rannsóknar, eru mjög mismun-
andi, hæði að magni og fjöl-
breytni og ásigkomulagi. í þurr-
um og sendnum jarðvegi, eins
og víða á Egyptalandi og sums-
staðar í Ameriku, fyrirfinnast
„skorpnaðar“ plöntuleifar; þar
hafa fundizt bæði grjón og mais
i slíku ásigkomulagi, 1 votlend-
um jarðvegi í Evrópn hafa fund-
izt steinar og frjó berja af villi-
vinviði og mörgum öðrum berja-
tegundum á þeim stöðum, þar
sem frummenn höfðu setur. Við
enn hentugri aðstæður hafa
fundizt lik þeirra, svo vel varð-
veitt, að reynzt hefur unnt að
rannsaka og ákvarða fæðuleifar,
sem fundizt hafa í maganum.
Þetta á að vissu leiti einnig við
um perúanskar og egypzkar mú-
míur, þó slík rannsókn hafi til
þessa einkum verið framkvæmd
í sambandi við forn lík, sem
fundizt hafa í hollenskum og
dönskum mómýrum.
Þótt undarlegt kunni að virð-
ast, hafa leifar fæðu úr jurta-
rikinu varðveitzt einkar vel í
maga þessara mömýralika. Þar
hefur fundizt mikið af fræhýðis-
ögnum, sem unnt hefur verið að
greina í tegundir, hveiti, bygg,
hafra og rúg. í Egyptalandi og
Mesopotamíu hafa og fundizt
kalkrunnar plöntuleifar í ösku-
haugum, og veita þær upplýs-
ingar um hvaða plöntur hafa
vcrið ræktafar á þvi timabili.
Einnig hefur kornræktin haft
greinileg áhrif á leirkeragerð-
ina, og veitir það mikilvægar
upplýsingar um akurrækt frum-
þjóða.
Þegar er um að ræða leifar
dýra, hvort heldur lindýra eða
stórra spendýra, getur magn
leifanna veitt upplýsingar um