Úrval - 01.03.1964, Qupperneq 49
BYLTING í FORNLEIFARANNSÓKNUM
39
en kefur þó öllu víðtækari þýð-
ingu. Til dæmis ákvörðun á
fluorine og kalkinnihaldi keina,
sem hefur mikla þýðingu i sam-
bandi við aldursákvörðun. Sama
er að segja um efnafræSilega
rannsókn á jarSvegssýnishorn-
um.
LÍFEFN AFRÆÐILEGAR
RANNSÓKNIR.
Ef til vill eru furðulegustu
efnafræSilegu rannsóknirnar -—
eða réttara sagt, lífefnafræSi-
legu — þær, sem gerSar hafa
verið á fornum beinaleifum. ÞaS
var um árið 1930, sem vísinda-
mönnum tókst, fyrir slíka rann-
sókn á mjúkvefjum smurlinga,
ameriskra og egypzkra, aS skipa
þeim i blóðflokk. En nú fyrir
skemmstu liefur þeim tekizt aS
framkvæma slíka rannsókn á
beinaleifum og skipa þeim í
blóðflokka.
Þó getur árangurinn af slíkri
rannsókn ekki talizt óhyggjandi
fyrr en gerðar hafa verið frek-
ari rannsóknir, varðandi áhrif
bakteríumagnsins i mismunandi
jarðvegi á blóðflokkaeigindir
beinaleifanna. !
Hér hefur einungis\ verið
unnt að drepa lauslega á sumt
af því helzta, sem nýjar tækni-
legar og vísindalegar rannsókn-
araðferðir hafa leitt í ljó|; á
sviði fornminjafræðinnar. Og'iþ.ó
má fullyrða, að í hverri einstakri
grein, sem á hefur verið minnzt,
sé ekki einungis fjölmargt það
ótalið, sem þannig hefur fengizt
vitneskja um nú þegar, heldur
og', að öruggt megi telja, að sá
árangur, sem þegar hefur náðst
fyrir það, að þessum aðferðum
hefur verið beitt, sé ekki nema
lítilfjörlegur, samanborið við
það sem gera má sér vonir um
áSur en langt um líður.
Og eitt cr það, að á þessari
nýju öld kjarnorku og geimfara,
er manninum það nauðsynlegra
en nokkru sinni fyrr að vita upp-
haf sitt og þróun. „Að fortíð
skal liyggja ef i framtíð skal
byggja,“ segir skáldið og sann-
ast það óvíða eins. Vilji maður-
inn öðlast einhverja hugmynd
um framtíð sína, verður hann
umfram allt að vita fortið sína.
Varastu framenda villisvínsins, afturenda asnans og allar hlið'
ar stjórnmálamannsins.