Úrval - 01.03.1964, Page 51
UNGLINGAR í DÖMARASÆTUM
41
fjölskylduaðstæður unglinganna,
og þau skilja viðbrögð æslcunnar,
sem koma rosknara fólki undar-
lega fyrir sjónir. Þau hafa ekkert
umhurðarlyndi gagnvart ólög-
legu athæfi. Þau eru athugul og
íhugul -—■ og, eins og ég lief kom-
izt að raun um í fjölmörgum
réttarhöldum, áberandi réttlát.“
Ég var staddur ásamt ung-
mennakviðdómnum í réttinum
hjá Santora dómara, og ég er
honum sammála.
Þetta var einn morgun, þegar
verið var að yfirheyra ungling,
sein hafði ekið fjölskyldubílnum
á annan bíl, og hafði sá bíll
farið á hvolf og kviknað í hon-
uin. Rannsóknarlögreglan bar
það, að unglingurinn hefði verið
i kappakstri við aðra unglinga
og hefði misst stjórn á bilnum
i iieygju. Verjandi piltsins hélt
uppi þeirri vörn fyrir hann,
að bilun i stýrisútbúnaði en ekk-
of hraður akstur hefði valdið
óhappinu. Foreldrar hans full-
vissuðu réttinn um, að pilturinn
rnundi aldrei hafa látið freist-
ast til að taka þátt i kappakstri.
Santora dómari hlýddi á með
athygli. „Gott og vel,“ sagði hann
að lokum. „Ákærði er undir 21
árs aldri. Hvað leggur kvið-
dómurinn til?“
Ungmennin stungu saman
nefjum og hvísluðust á i ákafa.
Þvi næst stóð hvíti formaður-
inn upp. (Hvítur kviðdómari
segir upp ákvörðun kviðdóms-
ins yfir hvítum sökudólg, en
svartur yfir svörtum.) „Virðu-
legi dómari, við teljum sviptingu
ökuleyfis i þrjú ár, 30 daga
fangelsi og 200 dollara sekt hæfi-
lega refsingu,“ sagði hinn ungi
formaður hörkulega.
Dómarinn íhugaði málið.
„Þetta er of harður dómur mælti
hann. „Hann verður sviptur
ökuleyfi i eitt ár. Og svo fær
hann 200 dollara sekt eða 30
daga fangelsi.“
Kviðdómurinn hafði sýnt jafn-
aldra sínum alvöruna að vel
yfirveguðu ráði. Eins og einn
kviðdómandinn orðaði það:
„Pilturinn er spillt og ábyrgð-
arlaust eftirlætisbarn, sem hirð-
ir ekkert um hver verður fyrir
skellinum. Þér sáuð hvað hann
var kaldur og hortugur fyrir
réttinum; hann brosti háðslega.
Við getum ekki sætt okkur við
slíkt og þvílíkt. Sum okkar eru
úr fátækum fjölskyldum, önnur
úr háttsettuin. En okkur er öll-
um eins innanbrjósts. Við vild-
um sýna honum, fjölskyldu hans
og öllum öðrum fram á, að við
í þessum rétti látum ekki kasta
ryki í augu okkar.“
Lögregluskýrslur Jacksonville-
borgar staðfesta þá fullyrð-
ingu dómarans, Santora, að
ungmennakviðdómurinn hafi á