Úrval - 01.03.1964, Page 52
42
ÚRVAL
þessu eina ári, sem hann hefur
verið við lýði, minnkað um
a. m. k. helming lögbrota ung-
linga í borginni, sem áður voru
orðin svo óhugnanlega algeng.
„Ungu óróaseggirnir, götuskrill-
inn og hnuplararnir vita, að
þessi ungmenni í fremstu sæt-
unum taka málin föstum tökum,“'
sagði einn reyndur lögreglufor-
ingi. ,,Við þekkjum það raun-
ar sjálfir líka. Þau eru jafn fljót
að sjá í gegnum veikan málstað
hirðulauss lögregluvarðmanns
eins og að finna þefinn af slæm-
um dreng eða stúlku, og þau
taka strangt á honum. Það tekst
engum auðveldlega að gabba
lcviðdóminn. Og sá orðrómur
er orðinn útbreiddur.“
Ónseðið, sem Santora dómari
hafði af götubardögum, ránum,
akstri undir áhrifum áfengis og
öðrum afbrotum unglinga, fór
ört vaxandi sumarið 19C2. Oft-
ast vorú foreldrarmr annaðhvort
mjög þvermóðskufullir og
greiddu háar upphæðir fyrir lög-
fræðiaðstoð, eða þeir voru al-
gerlega afskiptalausir. „Ég er í
stökustu vandræðum, og veit
ekkert hvað gera skal,“ sagði
dómjarinn í blaðaviðtali um
þessar mundir.
Fuljorðna fólkið í bænum
skeytti þessu litið. En fyrir
nokkrum mánuðum hafði hóp-
ur áhugasamra menntaskólanem-
enda stofnað „Æskulýðsráðið í
borgarmálefnum.“ Þeim hafði
þótt ástandið í borginni sinni
vansæmandi og vildu reyna að
bæta það; þeim var einnig Ijóst,
að allir unglingar á þessum
aldri urðu að gjalda þess, hvern-
ig einhver lítill hluti þeirra hag-
aði sér. Framkvæmdastjóri
þeirra, Ernest Evans, gekk á
fund Santora dómara og stakk
upp á því, að stofnaður yrði ung-
mcnnakviðdómur við héraðs-
dómstólinn. Af 200 meðlimum
ráðsins höfðu um 40 sjálfboða-
liðar skráð sig á kviðdómenda-
skrá, og af þeim mátti svo velja
sex til að starfa í réttinum í
hvert sinn.
Dómarinn var hikandi. Þetta
væri algert nýmæli, sagði hann,
enda þótt það virtist ekki ó-
skynsamlegt. Og hann benti á,
að ungmennakviðdómur hefði
ekkert lagagildi.
„En við mundum hafa mikið
sálfræðilegt gildi,“ sagði Evans.
„Þið munduð hafa það,“ svar-
aði dómnrinn. „Gott og vel.
Nýmæli eða ekki nýmæli, við
skulum reyna það.“
Hin sálfræðilegu áhrif ung-
mennakviðdómsins eru augljós.
Einn dag var ég i réttinum, þeg-
ar negrastúlka var yfirheyrð
vegna ákæru um búðarstuld.
Með henni voru forehlrar lienn-
ar og lögfræðingur, „Takið nú