Úrval - 01.03.1964, Page 61
KARLMENN ERU OFT SJÁLFUM SÉR ...
51
Já. Þegar i harðbakkann slær,
er karlmaðurinn mun líklegri
til að reyna að fleyta sér á blekk-
ingum heldur en konan. Félags-
fræÖingar segja, að konur séu
gætnari i dómum og fullyrðing-
um en karlmenn, séu þær ekki
vissar i sinni sök, en verji hins
vegar skoðanir sinar af meiri
hörku heldur en karlar, þegar
þær þykjast vissar um, að þær
hafi lög að mæla.
Mctrgir eiginmenn kalda því
fram, að koiwr þeirra séu þeim
morgunsvæfari, og reikna þeim
það til leli. Ilafa þeir rétt fyrir
sér?
Nei. Oftast nær munu þeir
liafa á röngu að standa. Ef konan
á örðugt með að koma sér fram
úr á morgnana, er að visu hugs-
anlegt, að leti sé þar um að
kenna — en langsennilegast er,
að hún sé einfaldlega ekki út-
sofin. Konur þurfa yfirleitt
meiri svefn en karlar, til að
eudurnýja þrek sitt, líkamlega
og andlega.
Eru karlmenn líklegri til að
„fara i hundana“ sökum von-
brigða í ástamálnm heldur en
konur?
Já. Gagnstætt þvi, sem almennt
er álitið, hafa sálfræðingar kom-
izí að raun um, að vonbrigði i
ástamálum hafa djúplægari og
varanlegri álirif á karlmenn en
konur. Hafa athuganir leitt í
ljós, að þeim er þá hættara við
geðveiki, að leggjast í ofdrykkju,
þunglyndi eða fremja sjálfs-
rnorð.
Heyra karlmenn betur en konur?
Nei. Eitt af stærstu líftrygg-
ingarfélögum á Vesturlöndum
hefur látið fram fara rannsókn,
sem leiddi i ljós, að þegar um
„fullkomna“ heyrn er að ræða,
eru konurnar í miklum meiri-
hluta. lllutfallstala heyrnargall-
aðra karlmanna var þriðjungi
hærri en hlutfallstala kvenna ...
Afsaki eiginmaðurinn sig með
því, að hann iiafi ekki heyrt,
þegar konan hað hann um eitt-
hvert viðvik, er þvi ekki ósenni-
legt, að hann segi það satt.
Eiga konur körlum auðveldara
með að tileinka sér menntun og
menningu?
Félagsfræðingar við Harvard-
liáskóla telja sig liafa komizt að
raun um, að konur liafi yfir-
leitt næmari og þroskaðri smekk
en karhnenn, séu víðlesnari og
hneigðari fyrir bókmenntir, tón-
list og' aðrar listir.
Ilafa konur betri rödd en karl-
menn?
Já. Félagsfræðingar við sama
háskóla orða niðurstöður sínar