Úrval - 01.03.1964, Page 65
KONUNGAR DAUÐANS
55
Það fór þægilegur hrollur um
Graziano, þarna sem hann stóð
með morðvopnið í höndunum.
Þá glampaði á gler — og
flaska skall á höfði Grazianos.
Um leið var byssan slegin úr
höndum hans. Sterkar bænda-
hendur gripu um hann og
fleygðu honum til jarðar.
Graziano l)urrkaði blóðið úr
augum sínum. Hann heyrði
skella í stigvélum .. . lögreglu-
mennirnir frá lögreglustöðinni
neðar í götunni.
Nú var gripið þéttingsfast ut-
an um hann. Hann var keyrður
á fætur. En Graziano glotti bara.
Því að við fætur hans lá ó-
vinur haris í blóði sínu. Það var
enn undrunarsvipur á andlit-
inu. En André Mescau, hróður-
sonur mannsins, sem myrt liafði
bróður Grazianos, var dauður
. .. steindauður.
Graziano Mesina hafði reynzt
hlutverki sínu vaxinn. Hann
hafði komið fram hefndum.
Sómatilfinningu hans var full-
nægt.
En þar með var ekki sagan
öll. Tveimur vikum síðar fannst
maðurinn, sem bent hafði Grazi-
ano á Mescau, skotinn til bana.
Og jakki hans var hnepptur
. .. tákn blóðhefndarinnar, merki
þess, að maðurinn hafði ekki
verið rændur.
SÖttUl nótt fundust tvcir menn
skotnir i gegnum höfuðið. Og
nokkrum vikum síðar bættust
tvö lík enn í valinn.
Þannig bættust sex nýteknar
grafir í kirkjugarðinn i sard-
ínska þorpinu Orgosolo — ein-
um síðasta stað á jörðinni, þar
sem blóðhefndin er enn í heiðri
höfð.
Frá því árið 1944 hefur þessi
kirkjugarður hýst meira en 500
fórnardýr blóðhefndarinnar.
Ef ekki tekst að binda endi
á þennan ófögnuð, hlýtur svo
að fara, að þetta 4.000 manna
þorp máist von bráðar út af
jarðarkringlunni.
Þetta er svarti bletturinn á
Sardiníu — sem nú er einn vin-
sælasti ferðamannastaður í Mið-
jarðarhafinu. Og aðeins örfáir
ferðamannanna, sem heimsækja
eyna, vita nokkuð um blóðhefnd-
ina.
Blóðhefndin kviknar af þvi,
að fjölskylda eða vinir verða
að ná hefndum vegna áreitni
eða móðgunar, sem stundum er
jafnvel enginn fótur fyrir.
Hefndin verður að vera per-
sónuleg. Sómi mannsins er i
veði. Þar sem ibúar Orgosolo
virða ekki landslög, skjóta þeir
oftlega skjólhúsi yfir hlóðhefnd-
armorðingja. Oft vill óttinn einn-
ig aftra mönnum frá að koma
upp um þessa morðingja.
Hvernig hófst þctta allt? Fyrir