Úrval - 01.03.1964, Qupperneq 66
56
ÚRVAL
mörgum •mannsöldrum varð hið
erfiða líf í þessu snauða landi til
þess, að margir bændur gripu til
þess að stela búfé frá nágrann-
anum, Þeir, sem vitni urðu að
þessum ránsferðum, voru dauða-
dæmdir. Margir létu þá Iif sitt.
Þannig hófst hin endalausa keðja
blóðhefndarinnar.
Er þetta jafnslæmt og ógnar-
stjórn Mafiunnar? Miklu verra.
Því að blóðhefndin krefst ekki
veraldlegra ávinninga. Þarna eru
engir leiðtogar, engir flokks-
menn, ekkert skipulag. Blóð-
hefndin svífst einskis.
Fleiri hafa verið drepnir í
nágrenni Orgosolo frá 1944 en
fórnardýr Mafíunnar á sama
tíma.
Hvers vegna má lögreglan sín
svo lítils?
Vegna þess að Orgosolo liggur
við brún Sopramonte, sem er
viðáttumikil og hrikaleg háslétta,
þar sem er afskaplega erfitt að
liafa hendur í hári útlaganna.
Engum hefur enn tekizt að
temja þetta þorp grimmúðleik-
ans.
Margir hugrakkir menn hafa
þó freistað þess, t. d. menn
eins og dr. Leonardo Monni, sem
vann að því fyrir 10 árum að
safna 2000 þorpsbúum saman á
torginu og fá þá til að sverja
við krossinn, að þeir myndu
fordæma morðin.
Þetta var furðuleg sjón.
Fjölskyldur, sem höfðu ekki tal-
azt við árum saman, tókust i
hendur. Ekkjur, sem orðið höfðu
að þola blóðhefndina, grétu með
fjölskyldum morðingja eigin-
manna sinna.
Verzlanirnar gáfu mat, vin og
sígarettur. Og 200 lömbum og
grísum var slátrað til þess að
halda hátíðleg endalok 300 ára
gainallar blóðhefndar.
En þremur vikum síðar var
lögreglumaður myrtur, og um
leið hófst blóðferillinn að nýju.
Fimm árum síðar reyndi hinn
fimmtugi Domenico Bucarini að
koma á eins árs vopnahléi.
En kvöld eitt, er hann reið
heim til sín frá einum fundanna,
var hann skotinn til bana með
vélbyssu.
Fyrir tveimur árum kom
prestur einn í skínandi Fiat-bil
til þorpsins, og bílstjóri hans
var kraftalegur meðlimur kaþ-
ólska flokksins. Næsta sunnudag
hélt presturinn þrumuræðu yfir
þorpsbúum og lagði út af fimmta
boðorðinu.
En daginn eftir kom hann að
bílnum sínum — og bilstjóra
— sundurtættum af byssukúlum
niðri í gilskorningi.
Fvrir nokkrum mánuðum fékk
lögreglan í lið með sér vel tam-
inn sporhund að nafni Zorro.
En hann hvarf í fyrstu leitar-