Úrval - 01.03.1964, Qupperneq 67
KONUNGAR DAUÐANS
57
ferð sinni og fannst í dögun
bundinn við staur á aðaltorgi
Orgosolo — geltur.
Frá því er Graziano Mesina
myrti André Mescau, hafa her-
menn og lögreglumenn með
skammbyssur, riffla, liand-
sprengjur og önnur vopn farið
um stræti Orgosolo til að upp-
ræta þennan faraldur. Þyrlur
sveimuðu jafnvel yfir strætun-
um. Nú er beðið næstu morða.
En hvernig hófst síðasti og
blóðugasti blóðhefndafaraldur-
inn?
Hann hófst með því að ensk
hjón, Edmund og Vera Town-
ley, komu frá Kenya til Sardiniu
i hitteðfyrrahaust. Þau ætiuðu
að kaupa sér landskika, og þau
skeyttu þvi engu, þótt fólk var-
aði þau við Orgosolo. Þau sögðu
bara: „Þetta getur ekki verið
neitt á við Mau Mau morðingj-
ana í Kenya — og ekki létum
við þá koma okkur fyrir kattar-
nef.“
Og dag einn i október óku
Townley hjónin til Orgosolo um
þurra sandauðnina, þar sem að-
eins þrífast pálmar og kaktus-
ar og örfáar harðgerar jurtir.
Um morguninn fóru þau í sak-
leysi sínu um þorpið og spurðu
þorpsbúa spjörunum úr um
landið og siðvenjur.
Hér fer á eftir sagan af morð-
inu á Townley-hjónunum, eins
og lögreglan hugsar sér hana:
... „Eigum við ekki að fá
okkur tesopa, elskan?“ sagði Ed-
mund, sem ók litla, rykuga Fiat-
bílnum þeirra út af veginum við
Orgosolo og lagði honum undir
skuggsælu olíuviðartré.
Vera tók nú til hitunaráhöld-
in, og Edmund tók nokkrar
ljósmyndir af nágrenninu.
Skyndilega sá hann eitthvað
hreyfast í runna skammt þar
frá. Þá kom maður í ljós . ..
dökkur yfirlitum, illa klæddur
og skeggjaður.
„Sjáðu, elskan,“ kallaði Ed-
mund til konu sinnar. „Fjárliirð-
ir!“ Og hann veifaði til manns-
ins.
Þarna skyldi hann ná góðri
mynd í fjölskyldualbúmið.
Lögreglan hefði víst viljað
vera í sporum Edmunds. Maður-
inn var enginn annar en Salva-
tore Mattu. Hann hafði myrt
þrisvar sinnum. Nú var hann
útlagi og faldist í Sopramonte.
Hvorld meira né minna en 1,000,
000 lírum hafði verið heitið til
höfuðs honum.
Townley færði sig nær mann-
inum og mundaði myndavélina.
Fjárhirðirinn virtist hika. Síðan
gekk hann til móts við Edmund.
Edmund ætlaði að fara að
smeíía af, þegar hann sá morð-
ingjann lyfta handleggnum ....
Ilann stirðnaði af skelfingu.