Úrval - 01.03.1964, Síða 71
gegn því
Menn ættu að gera sitt ýtrasta til þess að gera lungunum fært að
vinna starf sitt vel, en slíkt er ekki mögulegt, ef menn sjá ekki
um, að þau fái nægilegt magn af ferskn lofti. Góð loftræst-
ing er því eitt skilyrðið fyrir góðri heilsu. Kvef er
hindrun á eðlilegri toftrás til lungnanna, og
þeirri hindrun ætti ætíð að leitast við að
ryðja úr vegi.
ÆTTÍ AÐ
að kynna lif-
það, er barki
) nefnist,
liggur framan
viS vélindið (oesophagus), en
báðar þessar leiðslur álitum við
i sameiningu vera „aftari hluta
koksins" (pharynx). Á flestum
karlmönnum má sjá, er „Adams-
eplið“ (barkakýlið) hreyfist upp
og niður. Þar liggur barkinn
gegnum raddböndin (larynx).
Nokkru neðar skiptist barkinn í
tvennt, og síðan heldur sú skipt-
ing áfram þangað til myndazt
hefur þétt net lungnapípa, likt
og greinar á tré.
í stað greinarenda trésins
enda lungnapípurnar i örsmáum
loftpípum. Á þeim vaxa ekki
iauf, heldur enda þær i Örsmá-
uin loftblöðrum, sem kallaðar
eru lungnablöðrur. Þær hafa
tvöfalda veggi og bil á milli
veggjanna. Þegar lofti er andað
niður i barkann, heldur það
áfram sína leið um barkapip-
urnar tvær, út i lungnapípurnar
og allt til hinna örsmáu lungna-
blaðra. í gegnum göt i veggj-
unum streymir blóð, sem berst
þangað með æðunum. Ferska
loftið, sem menn anda að sér,
er þvi aðeins skilið frá blóðinu
af mjög þunnum innri vegg
lungnablaðranna, en i gegnum
hann getur það síazt og borizt
út í blóðið. Þannig berst blóð-
inu súrefni í stað kolsýrunnar
(notaða loftsins), sem berst til
lungnanna með æðunum.
Good Health
61