Úrval - 01.03.1964, Síða 75
FERÐ NIÐUR RISAFLJÓTIÐ MISSISSIPPI
65
brúnni fyrir ofan okkur og
tvístrast i allar áttir, sumar í
áttina til Minneapolis, aðrar í
áttina til Fort Snelling. Skip-
stjórinn hlær. „Mér finnst alltaf
gaman að þvi að pípa á þær,“
segir hann.
Við siglum niður höfnina í
St. Paul, en þar fyrir norðan
er Mississippifljótið ekki fært i
fijótabátum. Ferð min niður ána
var að hefjast — og þetta var
engin smáferð: hvorki meira
né minna en 2000 mílna vega-
lengd.
í dag virðist fljótið næstum
horfið ásamt litlu fljótabátunum,
sem i eina tíð sigldu um það.
Heil kynslóð hefur vaxið úr
grasi, flogið yfir fljótið, kannske
tekið eftir þvi sem hlykkjóttu
striki milli skýjabólstranna —
en það eru sárafáir, sem sjá
Mississippifljót lengur. Enn færri
finna mátt þess. Til þess verð-
ur að sigla eftir fljótinu, því
að þá fyrst finnur maður það
hreyfast, byltast eins og þrumu,
hægfara og hljóðláta þrumu.
FRÁ St. PAUL TIL DUBUQUE.
Við yfirgefum nú litla hafnar-
bátinn, Mendota, og stígum um
borð í hinn stóra fljótabát, Rhea,
sem er á leið til Dubuque. Þetta
er 1000 smálesta, 3200 hestafla
diesel-dráttarbátur, ferkantaður,
traustbyggður og sterkur. Hann
ýtir á undan sér tólf prömm-
um og hefur lítið fyrir þvi.
Tvær risastórar skipsskrúfur ýfa
upp vatnið. Rhea hefur
tólf manna áhöfn, þar á
meðal tvo kvenkokka, og and-
rúmsloftið um borð minnir á
bóndabæ um þreskingartímann,
þótt öllu meiri kyrrð og ró sé
yfir öllu. Margir þeirra, sem
vinna á fljótinu, eru bændur.
Þeir eru miklir vinnuþjarkar,
sofa fast og borða veglegar
sveitamáltíðir í eldhúsinu.
Brúin « Rhea er tilkomumik-
il á að líta, alsett miklum gler-
rúðum og minnir á heljarmik-
inn krystalstening. Það blikar
á hana í sólskininu, og það er
eins og hún skjóti gneistum.
Þegar nóttin kemur og ljósin
hafa verið slökkt, stend ég einn
í grænleitum ljómanum frá rat-
sjárskerminum, það suðar inni
i loftskeytaklefanum, og ég heyri
raddir úr fjarska. Tvö leitarljós
leika um myrka ána í leit að
siglingamerkjum og árbökkun-
um.
Tveir menn stjórnuðu bátnum.
Stýrimaðurinn, sem var á vakt
frá kl. 12 til 6, var dökkhærður,
fjörlegur ungur maður að nafni
Vernon Bass. Samstarfsmaður
hans, Orville Rhoades skipstjóri,
var heldur eldri þolinmóður og
hugsandi maður og minnti á
gamlan bónda. Bass viðurkenndi,