Úrval - 01.03.1964, Qupperneq 78
68
ÚRVAL
í safninu rétt hjá fékk ég að
vita, að árlega væri háð hvít-
kölkunarkeppni þarna, og að
liana sæktu strákar víðs vegar
að úr fylkjum Iowa, Illinois og
Missouri.
Ég held nú aftur út á fljótið.
Við líðum fram lijá hinni frægu
eyju, þar sem Stikilsberja-Finnur
hóf ferð sína, og síðan sigluin
við fram hjá eyjunum h;ans
Marks Twains. Sextíu mílum
sunnar, við Portage des Sioux
í Missourifylki nemum við enn
staðar.
í flóðunum 1951 var Portage
des Sioux hætt komin. Fólkið
lagðist á bæn og bað þess, að
borginni yrði hlíft. Sagt er, að
á elleftu stundu hafi tekið að
lækka í ánni. í þakklætisskyni
reistu borgarbúar stóra, hvíta
guðsmóður-styttu, og við nemum
staðar til að votta þessari fögru
guðsmóður virðingu okkar.
Styttan er 26 fet á hæð og stend-
ur á 17 feta háum stöpli. Senni-
lega er hún einstök í sinni röð,
því að hún er búin til úr styrktu
trefjagleri. Styttan er upplýst á
kvöldin og er þvi leiðarljós fyr-
ir bátana úti á fljótinu.
Sunnan við Portage des Sioux
liggja Hop Hollow og Alton í
Illinoisfylki. Nú hriktir i ánni,
þvi að þarna fellur Missouri-
fljót í hana og ber með sér
lu.Ha skóga af baðmullartriám.
sem fljóta framhjá Chouteau-
eyju og meðfram Sawyer Bend
lil St. Louis.
Þarna úir og grúir af vötnum,
víkum, eyjum, ám og lækjum.
Við komum loks til St. Louis,
sem er liin mikla meginborg
Miðríkjanna. Um kvöldið fór
ég um borð i Admiral, risastór-
an, 4000 farþega skemmtibát
frá St. Louis. Það var stórfeng-
leg sjón að sjá þennan mikla
bát. Á vélardekkinu hafði verið
útbúinn geysistór leikvöllur fyr-
ir börnin; þarna voru einnig út-
sýnisþilför fyrir gamalt fólk og
latt; þá má ekki gleyma heljar-
stórum danssal fyrir lífsglatt
fólk. Inni í danssalnum dansaði
unga fólkið. Það jafnast ekkert
á við dansgólfið i fljótabátum,
og þarna iðaði unga fólkið af
einskæru lífsfjöri. Það var fullt
tungl þetta kvöld, stór, þung,
gullin skífa, sem sat á árbakk-
anum, og manni fannst maður
geta snert það.
FRÁ St. LOUIS TIL MEMPHIS.
Seint næsta morgun, í rign-
ingu og mistri, fór ég um borð
í J. E. Ahlquist, sem var enn
stærri og betri bátur en Rhea.
Ferðinni var heitið til New
Orleans, en það var fimmi daga
ferð. Við lögðum frá St. Louis
út á breitt fljótið, sem hvarf
naestum- i blárri móðunni. Bát-