Úrval - 01.03.1964, Side 80
70
ÚRVAL
í heimi. Það má næstum segja,
að það renni í eintómum hlykkj-
um, sveigjum og beygjum.
Þessi mikla elfur rifur með
sér stór flykki úr bökkunum
og flytur flykkin á milli. Þetta
er hreinasta martröð fyrir land-
mælingamenn og landafræðinga.
Báturinn siglir áfram út úr
nóttinni inn í sunnudagsljóma
Suðurríkjasólarinnar á ánni.
Marlow stýrimaður og skipstjór-
inn stýra prömmunum af mik-
illi lcikni fram hjá Promised
Land og enn áfram fram hjá
eyjum, siglingamerkjum, nesjum
og skerjum. Nú teygja fljótsbakk-
arnir úr sér eins og víðáttu-
miklar súkkulaðikökur með
grænu kremi ofan á. Víða má
sjá letilega veiðimenn í árabát-
um sínum við stjóra.
Þarna hefur verið ræktuð
baðmull, en fljótið hefur skolað
burt ekrunum, og nú eru rækt-
aðar þarna sojabaunir. Skraut-
litaðir vörubilar þjóta áfram
uppi á bökkunum. í fjarska má
sjá glitta í landbúnaðartæki á
miðjum, dökkgrænum ekrunum.
Stundum rekumst við á aflóga
ferjur, þar sem einmanalegir
sveitavegir hlykkjast niður að
fljótinu.
FRÁ MEMPHIS TIL NATCHEZ
Memphis gnæfir upp úr vatns-
eyðimörkinni í síðdegishúmino
eins og óvæntur fornleifafundur.
Þetta er hrein og snyrtileg, en
eyðileg borg, sem á sér ótal sögu-
legar minningar.
Sólin skín í heiði allan dag-
inn, eldhnöttur, sem lýsir upp
ána, þar sem hún fellur niður í
ósýnilegt ginnungagap í fjarska.
Áin á sér enga fortíð, enga fram-
tíð, aðeins þetta eilífa augnablik,
þarna sem hún þrumar hljóð-
laust áfram.
Það er komið að kvöldi mánu-
dags. Við erum 150 milur sunn-
an við Memphis. Nú eruin við
komnir niður að Choctaw Bar,
])rengslum í ánni, þar sem vatns-
flaumurinn er hættulega hraður,
og súkkulaðibakkarnir skaga
ögrandi út í ána, tré falla og
flygsur steypast í ána, og það
kriktir i bátnum, sem streitist
gegn straumnum með öflugum
skrúfunum. Mér léttir þegar við
sleppum úr þrengslunum og
fljótið verður aftur lygnt. Þarna
fær villt náttúran að njóta sín
óáreitt, þarna eru villtir kalk-
únar og dádýr, og Marlow segist
einu sinni hafa séð 200 dádýr
standa á sandbakka kvöld eitt
til þess að sleppa við moskitó-
flugurnar í fenjunum.
Við förum fram hjá mynni
Arkansas-ár, og einhvers staðar
er þarna borgin Napoleon, þar
sem La Salle sló eign sinni á
riki handa konungi sinum. og