Úrval - 01.03.1964, Qupperneq 83
FERÐ NIÐUR RISAFLJÓTIÐ MISSISSIPPI
73
við brúna og sötra kaffi og
hugsa:
Á einu ári ber Mississippi-
fljót átta sinnum meira vatns-
magn í Mexíkóflóa en Rín og
177 sinum meira en Thames.
Um leið ber fljótið hálfa billj-
ón smálesta af eðju, leir, sandi
og möl niður á hina gríðarstóru
óshólma — 12.500 fermílur af
gróðursælum fenjum, vötnum og
moldareyjum, þar sem moskitó-
flugurnar lifa góðu lífi. Hlutar
af fylkjunum Louisana (fjórð-
ungur ríkisins), Mississippi, Ark-
ansas, Tennessee, Kentucky og
Missouri, allt norður til Cairo,
hafa myndazt af framburði ár-
innar — þannig á Suðrið ó-
greidda skuld við Norðrið, sem
aldrei verður hægt að greiða
nema með þvi að snúa ár-
straumnum við.
Við siglum gegnum síðdegið,
gegnum sólsetrið og inn i nótt-
ina í New Orleans, Ijómandi
svart haf marglitra Ijósa. Þarna
við útjaðar borgarinnar, snúa
menn fljótsins til baka; þeir
láta sjógarpana um allt amstur
og vafstur í stórum hafnarborg-
um. Þetta eru tvennar ólikar
manngerðir. Nokkrum klukku-
stundum síðar munu Marlow og
Templeton halda norður á bóg-
inn á ný með nýja pramma,
nýjan farm.
Við kveðjum, kolasölumaður-
inn frá Kentucky-fylki og ég
Ég fikra mig áfram yfir pramma
og fleka, yfir veikbyggðar göngu-
brýr og upp eftir fenjastíg upp
að skúrræfli, þar sem við hringj-
um í leigubíl. Og skömmu síðar
ökum við inn i hafnarborgina,
og liávaðinn glymur i eyrum
okkar.
Samuel Upham, þekktur lærdómsmaöur og háðfugl, var orðinn
mjög hljóðlátur og kyrrlátur á sjúkrabeði sinum, skömmu áður
en hann skildi við. Vinir hans og ættingjar, sem safnazt höfðu
saman við sjúkrabeð hans, héldu Því, að nú væri hann vissu-
lega búinn að gefa upp öndina. Einn viðstaddra stakk því upp á
þvi, að einhver þreifaði á fótum hans, vegna Þess að „enginn
hefur dáið með heita fætur,“ eins og hann komst að orði.
Og klmnigáfa dr. Uphams lét ekki að sér hæða, haldur bar
sigur af hólmi yfir óttanum við hinn nálæga dauða. Hann opn-
aði annað augað og hvíslaðl: „Jú, Það gerði heilög Jóhanna."