Úrval - 01.03.1964, Side 84
Frá Norðurhjara
Nú leggjast útskagavíkurnar á Vestfjöröum í eyöi sunnan frá
Látrabjargi og noröur til Hornstranda, jafnvel heilir hreppar.
Og sömu söguna er aö segja, hvaö snertir smáfiröi og smá-
víkur á útskögum Austfjaröa og sums staöar á Noröur-
landi. En jafnframt nemast innsveitirnar nú nýju
landnámi og túnin teygja sig lengra og lengra
meöfram þjóövegunum og ná saman á sí-
fellt fleiri stööum. En á Látraströnd-
inni var áöur. lífvœnleg byggö,
kostarík til lands og sjávar,
og voru Látrar þar hiö
mesta höfuöból.
Eftir Jón Sigurðsson, Yztafelli
mannastraumsins er
nú um aðalþjóðleið
Síðu, vestur, norður
og austur um landið, allt til
Austfjarða. Gróandi sveitir biasa
við. Túnin eru að teygjast saman,
sums staðar um langar bæjar-
leiðir á slóttum og í dölum. Hvit-
ar steinbyggingar rísa, miklar
um völi, og skarta vel við grænk-
una. Lágu burstabæirnir hverfa.
Hér er nýtt landnám á ferðinni
um öll megin-héruð. Allt er um-
breytt og ólíkt því, sem til forna
var um aldaraðir.
Önnur þjóðleið liggur hring
inn í kringum landið. Um alda-
mótin og á fyrstu tugum þess-
arar aldar ferðuðust flestir,
sem leið áttu milli landsfjórð-
unga, á strandferðaskipunum.
Okkur liinum rosknu er þessi
leið eigi síður minnisstæð.
Þegar frá eru dregnir krókar
til hafna, er landsýnin lengst-
um hamrar og hengiflug við sjó
og snæhettur á kollum fjalla.
Stöku vinjar sjást, grænar vík-
ur, girtar urðarhlíðum, smá-
firðir og láglendisræmur undir
klettum, stöku burstabæir í tún-
kraga.
74
Heima er bezt