Úrval - 01.03.1964, Síða 85
FttÁ NOKÐURHJAÍÍA
75
Við skulum sigla norður frá
höfuðborginni, undir Svörtuloft,
sjáum ,,Jökulinn“, heyrum
nefndar Helgrindur og Hregg-
nasa. Stefnt er enn norðar. Fyrir
stafni Stálfjall, Skorarhlíðar og
Bjargtangar. Hamramúlarnir
milli Vestfjarða opna og loka
landsýn einn af öðrum, dimmir
og svartir. Siglt er fram hjá
Stigahlið og Jökulfjörðum, beygt
fyrir fuglabjörg Ilornstranda;
farið síðan austur, djúpt fyrir
Ketubjörg á Skaga. Óspart gefur
á fyrir Almenningsnöf og Skaga-
tá. Fyrir opnum Eyjafirði er
bent i tröllabyggðir í Ilvann-
databjargi og Ólafsfjarðarmúla.
Þá er fyrir stafni Gjögrafjall,
og siðan birtast hamrafjöll við
Skjálfanda, Bjarnarfjall, Ilágöng
og Ógöngufjall.
Lágir eru sævarklettar víðast
um Tjörnes og Melrakkasléttu,
en „Fonturinn“ á Langanesi
bendir svörtum hamrafingri út-
norður i haf. Við Vopnafjörð
hefjast aftur hamramúlarnir og
haldast órofnir, einn af öðrum,
í baug um Austfirði. En er þeim
sleppir, taka við sandarnir
syðra „kirkjugarður skipanna",
og benda okkur frá landinu,
lágir og faldir undir háum brim-
öldum. Jökulbungur sjást i
fjarska, en nær skipaleið aðeins
einstakir klettar: Ingólfshöfði,
Hjörleifshöfði, Reynisfjall og
Reynisdrangar, unz kemur að
hinni miklu og glæstu hamra-
borg Vestmannaeyja, sem virð-
ist af hafi að sjá likari höllum
bergrisakonungs en bústað frið-
samra manna. Og loks beygjum
við fyrir Reykjanes. Ekki er þar
byggileg landsýn, þar sem stór-
brimið bryður svarta hraun-
liamrana.
Þessa landsýn alla liefur skáld-
ið eflaust haft i huga, sem orti
þjóðsöguna um sendingu kon-
ungsins, er landvættirnir stugg-
uðu brott austanlands, sunnan,
vestan og norðan. Ágirndaraug-
un erlendu mættu aðeins svört-
um hömrum, er tóku á sig ægi-
legar kynjamyndir.
En allt um það hafa þessir
hamraskagar og útverðir íslands
verið byggðir í meira en þúsund
ár, byggðir mennskum íslend-
ingum. Þar hefur gerzt merlc-
ur hluti þjóðarsögunnar, þar
liafa alizt upp sterkar ættir,
sem síðan hafa náð fótfestu og
jafnvel völdum inni í „góðsveit-
unum“. — „Þeir skulu lýðir
Iöndum ráða, sem útskaga áður
of byggðu.“
En tækni nútimans hefur far-
ið fram hjá þessum byggðum,
og þær liafa lagzt í auðn að
mestu leyti, meðan nýtt landnám
var hafið í innsveitum. Auðn
er nú að mestu vestan undir
Jökli, þar sem áður var ein