Úrval - 01.03.1964, Side 86
76
ÖRVAL
mesta verstöð landsins. Enginn
brýnir báti i vör i Dritvik. Mosa-
vaxin eru nú steintökin, „Am-
lóSi“, „Hálfdrættingur" og „Full-
sterkur“. Útskagavíkurnar á
VestfjörSum leggjast i eyði sunn-
an frá Látrabjargi og norður
til Hornstranda, jafnvel heilir
hreppar. Horfnir eru bændur úr
Úlfsdölum vestan Siglufjargar og
úr Héðinsfirði. Allur hinn mikli
hamraskagi milli Eyjafjarðar og
Skjálfanda er i auðn fallinn sið-
ustu tvo áratugina, svo er og
um smáfirði og vikur á útskög-
um Austfjarða.
Ég hygg, að ekki sé úr vegi,
að við, sem nú erum að nema
innsveitirnar nýju landnámi,
samtimis því sem útskagarnir
fara i eyði, felum pappir og
prentsvertu til geymslu nokkrar
svipmyndir frá eyðibyggðunum
og af lifinu þar, áður en
gleymskan breiðir sína gráu
móðu yfir.
Þegar rituð var héraðslýsing
Þingeyjarsýslu, barst mér margt
efni, sem ekki var rúm fyrir í
ramma þeim, sem bókinni varð
að setja. Drýgstir og fúsastir til
hjálpar voru brottviknir íbúar
eyðibyggðanna. Það hefur alltaf
flögrað að mér síðan að vinna
betur úr þessu.
Strandlengjan frá Svínárnesi
á Látraströnd að Björgum í Kinn
mun vera 75 km lína dregin
utan nesja. Þar hafa fjögur
byggðarlög farið í eyði: Látra-
strönd, Firðir, Flateyjardalur og
Náttfaravíkur, alls 24 bæir á
þessari öld. Byggðarlögin fjögur
eru öll aðgreind af háfjöllum,
sem teygja ógenga hamra í sæ
fram.
Hér fara á eftir svipmyndir
frá þessum eyðiströndum:
LÁTRASTRÖND
Kaldbakur er konungur ey-
firzkra fjalla, sá Herkúles, sem
virðist bera himin á herðum
sér, innan úr firði að sjá. Að
sunnan er hann ávalur, bjartur
og mildur á svipinn og býður
þar fönnum fangið. En að norð-
an eru brattir og svartir klettar
i hnakka hans, og festir þar
aldrei snjó. Þar gengur inn i
fjöllin hrikalegur hamradalur
og nefnist Svínárdalur. Svinár-
linjúkur heitir norðan dalsins,
og er litlu lægri Kaldbaknum,
um 1100 m. Sviná kemur úr
dalnum. Hún hefur hlaðið með
framburði bunguvaxið sléttlendi
undir íjöllum, þar teygist litið
nes í sjó fram, og myndast sunn-
an undir nesinu góð lending.
Svínárnes nefnist bær, sem þar
stendur.
Svínárnes1) er enn i byggð
þegar þetta er ritað og útvörður
byggðar austan Eyjafjarðar.
i) Svínárnes fór í eyði vorið 1959.