Úrval - 01.03.1964, Qupperneq 87
FRÁ NORÐURHJARA
77
Þetta er gamalt höfuðból, og bar
margt til. LandjörSin er góS og
allvíð um breitt sléttlendi. Þar
er gott og jafnlent túnstæði.
En mestur var þó vegur Svínár-
ness vegna útræSis.
Eftir miðja 19. öld var mikill
uppgangur stórbrotinna athafna-
manna í Grýtubakkahreppi.
Sveitin hafði þá forystu Norð-
lendinga um nýtízku útgerð.
Þaðan gengu mörg þilskip, auk
stórra opinna báta. Arðsamast-
ar voru hákarlaveiðarnar síðari
hluta vetrar. Eigi var óalgengt,
að þrefalt vinnumannskaup feng-
ist á þrem—•fjórum mánuðum,
— eða þrjú kýrverð. Þetta voru
óheyrð uppgrip fjár i þá daga.
Miklu meiri var þó fengur skip-
eigenda og skipstjóra. Þetta setti
höfðingsbrag á búnað allan og
jók stórhug. Á það má minna,
að Höfðhverfingar þrír urðu
höfuðhöldar í atvinnuframsókn
á síðari hluta 19. aldar: Einar
Ásmundsson í Nesi, Tryggvi
Gunnarsson og Þórhallur biskup
Bjarnason. Allir þessir námu
stórhug til framsóknar af at-
hafnaorkunni í Höfðahverfi uni
iniðja öldina.
Frá 1808—1844 býr í Greni-
vík Jóhannes Árnason. Móðir
huns var SigríÖur Sörensdóttir
frá Ljósavatni, af Vallanessætt.
Kona Jóhannesar var afasystir
Tryggva Gunnarssonar. Frá þeim
hjónum er talin Grenivíkurætt.
Er þar skemmst af að segja,
að niðjar þeirra og náið frænd-
fólk ættarinnar bar uppi hina
miklu reisn sveitarinnar á 19.
öld.
Um miðja öldina búa i Hvammi
í Höfðahverfi Jónas Oddson og
Elin Jóhannesdóttir frá Greni-
vík, bláfátæk með fjölda barna.
Þrír sona þeirra urðu ríkir út-
gerðarmenn og skipstjórar. Hinn
fjórði var Gísli Jónasson, er
festi bú á Svínárnesi 1805. Hann
var skipasmiður og smíðaði þil-
skip. Hitt er þó meira vert, að
honum var eignaður sterkur
þáttur í þvi, hve útgerð Höfð-
hverfinga varð farsæl, þar sem
hann annaðist viðhald skip-
anna. Auk skipasmíðanna átti
Gisli gott bú og var sægarpur á
opnum bátum og aflasæll heima,
en fór ekki í hákarlalegur.
Þorsteinn Gíslason tók við búi
föður síns og bjó á Svínárnesi
fram til 1924.
Ég heyrði mikið talað um
Svínárnesheimili i æsku minni,
vegna þess, að faðir minn fór
þangað á hausti hverju fyrri
búskaparár sín til skreiðakaupa.
Þeir Þorsteinn löldu til frænd-
semi sín á milli, voru fjórmenn-
ingar, og tókst með þeim alúð-
ar vinátta. Ég hitti Þorstein á
Svínárnesi eitt sinn á Akureyri,
þegar hann var gamall orðinn,