Úrval - 01.03.1964, Page 89
FRÁ norðuriijara
Benediktsson frá Jarlsstöðum í
Höfðahverfi.
Allar jarðirnar norður frá
Svínárnesi voru í miklum háska
fyrir snjóflóðum og skriðum. ■—
Foreldrar Sigfúsar á Steindyr-
um fórust í snjóflóði 1772 i Mið-
gerði í Dalsmynni. Er það harla
merkilegt, að Sigfús og ætt hans
skyldi flytjast að Steindyrum
og festa þar rætur, því að sama
árið og foreldrar hans fórust i
Miðgerði féll einnig snjóflóð á
bæinn í Steindyrum, og grófust
þar 9 manneskjur í snjó; 4 dóu,
en 5 5voru grafnir upp lifandi.
Einn þeirra hafði þá soltið í
fönninni 21 dægur og gat sig
hvergi hreyft. Hann hafði um
sig sveipað aðeins einni rekkju-
voð, en ekki mun snjór hafa
verið hið næsta honum, heldur
hrak úr húsunum. Er þetta hið
lengsta, söm vitað er, að maður
hafi soltið í fönn hérlendis.
Miðhi'is hét gömul jörð næst
norðan Steindyra. Hún var i
byggð öldum saman, en fór í
eyði 1814, og hef ég þaðan eng-
ar sagnir; en ef til vill hafa
snjóflóð stutt að auðninni, þvi
að þar voru þau tíð.
Sker, hét til forna Þernusker.
Ofan við bæinn er hrikalegt
hamragil eða kleif, er Ausa
nefnist, snarbrött upp í þúsund
metra liæð. Sunnan við Ausu
er liamragnípan perna, en úð
79
norðan Skersgnípa, báðir tind-
arnir um 1080 m háir.
Landkostir þóttu góðir á
Skeri, og skógur var þar í fjall-
inu fram á 18. öld, en meira var
þó um sjávargagnið: útræði,
fjörubeit, reka og selveiði. Á-
gætir bændur bjuggu á Skeri á
19. öld, þar á meðal Indriði
Ólafsson, er síðar fluttist að
Garði í Aðaldal og rak þaðan
útgerð í Húsavík. Indriði i Garði
var móðurafi Indriða Þorkels-
sonar fræðimanns á Fjalli og
langafi Þorkels Jóhannessonar
háskólarektors.
Fleiri nafnkunnir sjósóknar-
mena bjuggu að Skeri. Árið 1712
fluttist þangað Hallgrimur Sig-
urðsson frá Svalharði, stórættað-
ur maður. Þá var fjöldi jarða
í eyði eftir Stórubólu, og hefur
Hallgrímur átt mikils úrkosti um
jarðnæði, og sýnir þetta, að jörð-
in var þá í áliti. Miklar ættir
eru frá Hallgrími á Skeri.
Sker lá jafnan undir miklum
áföllum af skriðum og snjóflóð-
um. Haustið 1920 féll úr Ausu-
gili feikileg aurskriða, sem nálg-
aðist bæinn. Þá bjuggu á Skeri
ágætir bændur, Steingrímur
Hallgrímsson og Hallur sonur
hans. Fyrir jól um veturinn féll
mikið snjóflóð úr Ausugili yfir
fjárhúsin og drap flest fé þeirra
feðga, um 120 fjár. Nú var sýnt,
að skriðan um haustið hafði