Úrval - 01.03.1964, Blaðsíða 93
FRÁ NORÐ URHJARA
83
skemmtilegri ferðalögin en
heimasetan þar. Ekki er vitað,
hve snemma á ævinni hún ger-
ist förukona. Hitt er vist, að
henni varð vel til fanga. Hjálp-
aði þar bæði, að margir höfðu
gaman af kviðlingum liennar,
mannviti og hnyttilegum svör-
um, og að hún var talin göldr-
ótt og ákvæðaskáld, óspör á
blessunarorð fyrir velgerðir og
böibænir vegna mótgjörða, en
hvort tveggja þótti við hrína.
Galdramenn þeirrar aldar voru
taldir hollvinir Satans og hann
þeim bónþægur, en athugandi er,
að Látra-Björg ákallar jafnan
máttarvöld himinsins i vísum
sínum, og virðast þau vera lienni
þjónustusamleg. Skulu hér færð
þess dæmi nokkur:
Eitt sinn i harðindum og
bjargarleysi, þá er ekki fékkst
bein úr sjó, hvetur Björg Látra-
menn i róður, en rær ekki með.
Þeir töldu róður vonlausan.
JBjörg' merkti sér einn öngul og
kvað:
„Sendi Drottinn mildur mér
minn á öngul valinn
flyðru þá, sem falleg er
fyrir sporðinn alin.“
Á öngul Bjargar kom lúða,
meiri og feitari en menn vissu
dæmi til, en eigi nokkurt kóð
á aðra öngla. Látramenn færðu
Björgu lúðuna óskipta, en hún
skipti jafnt á milli allra þurf-
andi, er hún náði til.
Eitt sinn er sagt, að bóndinn
á Eyri á Flateyjardal gæfi Björgu
fjóra harðfiska, væna og valda.
Björg kvað þá:
Góður drottinn gefi þér
göfuga fiska fjóra.
Hann mun kannski liugsa sér
að hafa þá nógu stóra..
En á næstu vikum rak fjögur
stórhveli á Eyrarfjörur. -—■ Eitt
hungurs- og hörmungarvorið
gisti Björg að þeirn bónda, er
nefndist Nikulás og bjó við
veiðivatn. Bóndi býður lienni
lengri vist, ef hann veiði vel.
Björg kvað:
Af öllu hjarta ég það kýs,
að þér lukkan blási.
Silungs-afiinn sé þér vís
sjálfum Nikulási.
Svo vel veiddi Nikulás, að
hann bauð Björgu mánaðardvöl.
Margar eru fleiri sögur af bless-
unarorðum Bjargar og eigi færri
af bölbænum. En hér skulu að-
eins tilfærð skipti hennar við
Jón sýslumann i Rauðuskriðu.
Þar liafði verið höfðingjasetur,
löginanna eða sýslumanna, frá
því fyrir siðaskipti, og tók Jón
jörðina eftir Benedikt lögmann