Úrval - 01.03.1964, Síða 95
FRÁ NORÐURHJARA
85
systruiigur við þá GuSmund á
Steindyrum og Gísla á Svínár-
nesi. Um 1860 byrja þilskipa-
veiðar frá Látrum. En 1858
gánga þaðan tveir stórir bátar
á hákarlaveiðar. í „Norðra“ það
ár er skýrsla um hákarlalifrar-
aflann við Eyjafjörð. Látrabát-
unum eru þá taldar 100 tunnur
lifrar alls i lilut, en hver lifrar-
tunna var virt á 27 rikisdali;
það er nálægt því að vera vinnu-
mannskaup, eða eitt kýrverð fyr-
ir tunnuna. Bátarnir voru að
mestu mannaðir heimamönnum,
og gekk litið út úr búinu til
kostnaðar. Auk þess var svo
þorskaflinn og afurðir af stóru
landbúi, og sést, að allar tekjur
búsins hafa verið stórfelldar.
Meira varð þó umleikis á þil-
skipaöldinni. Auk mikils fólks-
fjölda þar heima var á vertíðum
margt aðkomuskipa, er reru
þaðan og höfðu verbúðir i landi.
Gestanauð var hin mesta af sæ-
farendum. Afurðir hins stóra
landbús voru allar heima étnar.
Jónas á Látrum var mikill
liöfðingi i lund og forsjáll. Hann
átti jafnan ærnar birgðar matar,
bæði heimfengnar —• af sjó og
landi —: og einnig kornvöru.
Þegar að þrengdi á vorin, var
þangað straumur fátækra að
leita bjargar. Oft mun Jónas
hafa sent þessum mönnum fé í
fóður i staðinn.
Stórbokkar gátu þeir verið,
stórlaxarnir á hákarlaöldinni, og
héldu veizlur stórar, og var þá
ekki vinið sparað. 1 einni slíkri
var Jón alþingismaður á Gaut-
löndum og sat við hlið Jónasar
á Látrum. Voru þeir hreifir og
fóru að metast um afreksverk.
Sagði þá Gauti:
„Litið yrði úr þér, Jónas,
að stýra umræðum á AIþingi.“
„En hvað yrði úr þér, sauðn-
um af heiðinni, að stýra þilskipi
utan frá Kolbeinsey i stórhrið-
argarði? Ætli þú hafnaðir þig
annarsstaðar en í Helvíti með
allan mannskapinn!“ Sagt er að
Jóni hafi þótt svarið gott, og
þeir treystu með sér vináttu.
Tryggvi Jónasson tók við búi
föður síns á Látrum. Hann var
mikill sægarpur svo sem faðir
hans. En tímarnir breyttust
smátt og smátt. Útgerðin dróst
frá einstökum býlum að þorp-
um við hafnir. Með komu vél-
skipa skipti nálægð við miðin
minna, hitt meira að geta leitað
góðrar hafnar. Þorp uxu á Greni-
vik og Ólafsfirði, Hrisey og við-
ar, en útgerð hætti frá einstök
um stórbýlum. Margbreyttar
urðu þarfir fyrir aðkeypta vöru,
minna unnið heima. Einangrun
heimila varð óbærilegri og ekki
hægt lengur að búa með mörgu
vinnufólki. Látraheimilið þrauk-
aði þó í lengstu lög. Þrír ættlið-