Úrval - 01.03.1964, Page 96

Úrval - 01.03.1964, Page 96
86 ÚRVAL ir sátu jörðina með óvenju mik- illi risnu, alls i 105 ár. En árið 1927 flytur Tryggvi Jónasson og niðjar hans alfarnir ó brott. En nýi timinn átti þó við- komu á þessu forna setri. Feðg- arnir, sem urðu að flýja undan snjóflóðinu á Skeri, Steingrímur Hallgrímsson og Hallur sonur hans, keyptu næsta vor, 1927, höfuðbólið Látur að gömlu I.átraættinni brottvikinni og tóku til ábúðar. Með þeim réðst til bús tengdasonur Steingríms, Axel Jóhannesson frá Hóli i Fnjóskadal. Allir bjuggu þeir einu búi, og fór vel að stofni. Þeir feðgar áttu opinn vélbát og voru bæði slyngir sjómenn og aflaklær. Axel var víkingur til allrar landvinnu og fjármað- ur ógætur. Ekki þótti hallast á um rösklegan og hagfelldan bú- skap til lands og sjávar, og fjár- afla var öllum varið til að treysta framtíð stórbýlis að nýrri tízku. Túnið var stækkað með miklum hraða og heyafli aukinn, byggt nýtizku steinliús og heimilis-rafstöð til Ijósa, suðu og hitunar. Allir kunnugir dáðust að framkvæmdunum og þó ekki siður að hinni farsælu samvinnu og eindrægni. Þannig liðu sjö ár. Að morgni hins 14. desember 1935 var blæjalogn á Látrum, og sjórinn ládauður. Fé var komið í hús. Þó vantaði eina kind, og hafði frétzt að hún væri saman við féð á Grímsnesi. Morgun þennan fóru þeir feðgar, Steingrímur og Ilallur, á vél- báti sínum að sækja kindina. Út- varp var komið að Látrum svo sem önnur nýrri tæki. Hallur fór sjaldan á sjó að morgni án þess að lilusta fyrst á veður- fregnir, en sökum þess að þeir vildu ná Grímsnessfé i húsi, var þó nú brugðið venju og farið flugsnemma. Axel gekk með þcim feðgum að setja fram bát- inn, datt þá úr lofti dauðafjúk. Þess minnist Axel, að ekki sá hann segl í bátnum og að þeir feðgar voru lítt klæðum búnir, enda ætlað skainma sjóferð inn- fjarðar. Nú líða tvær stundir. Axel hleypir fé til beitar. Hann horfir vakandi auga út á fjörðinn, við- búinn að hjálpa við lendingu. Brim tekur óðfluga að vaxa og svartur hríðarveggur skríður inn. Það er jafnsnemma, að báturinn sést úti á milli skerj- anna og stórliríðarbylur skellur á af norðri, svo sótsvartur, að ekki sá bátlengd frá landi. Hús- freyjurnar á Látrum voru einnig komnar að lendingu til hjálpar við setningu. Bylurinn hélzt jafn svartur, en brimið vex hrað- fara og brýtur upp i kletta á sævarbökkum. Öllum þeim, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.