Úrval - 01.03.1964, Qupperneq 97
FRÁ NORÐURHJARA
í fjörunni stóðu, var fljótlega
Ijóst, að löng bið var vonlaus.
Hér var ekki lendandi lengur.
Örlög þeirra feðga sýndust þeim
ráðin úti á milli skerjanna.
Féð hafði farið frá húsum í
þrem hópum. Allan daginn og
fram í myrkur var Axel einn að
þæfa fénu, einum hópnum af
öðrum, heim í húsin. Móti veðr-
inu var að sækja. Rafmagnið
þvarr heima á bænum. Snjór
hafði fyllt lækinn. Ljósið og yl-
urinn hvarf. Bylurinn lamdi og
hristi hið trausta steinhús. Hinn
hvíti dauði norðanbylsins strauk
um rúðurnar og dró á þær lút-
andi frostrósir. Konur og börn
ein í bænum. Ef til vill kæmi
Axel ekki heldur til húsa i nótt.
Konurnar þekktu ofurkapp bans.
Hann myndi ekki gefast upp,
meðan nokkur sauðkind væri
úti.
En Axel kom að lokum. Þessi
stutti dagur og hin langa myrka
stórhríðarnótt, er eftir fylgdi,
varð örlagastund byggðarinnar á
Látrum.
En nú vikur sögunni inn á
Svalbarðsströnd. Að morgni hins
15. desember, sem var sunnu-
dagur, var veðri slotað. Víða
var það siður góðra og hygginna
sjávarbænda að ganga jafnan á
fjörur sinar eftir stórviðri. Er
það bæði, að von getur þá verið
verðmæts reka, og eigi síður
87
hitt, að nauðstadda sjófarendur
getur borið að landi.
Þennan morgun ganga þeir
á fjöru, Halldór Valdimarsson i
Leifshúsum og Gestur Halldórs-
son í Garðsvík á Svalbarðs-
strönd. Skammt frá Garðsvik
hitta þeir Sigmund bónda Indr-
iðason frá Miðvík. Hann segir
þeim að hann hafi fundið bát
landfastan á Knarrarnesi og
mannslík í bátnum. Knarrarnes
er tangi í sjó fram, liálfan annan
kílómetra norður frá Garðsvík.
Mjög er aðdjúpt sunnan og norð-
an við tangann og hin bezta
skipakoma og stundum kaup-
stefna i fornöld, svo sem getur
í Reykdælasögu.
Þeir ganga nú allir norður að
Knarrarnesi og kenna þar hinn
dána mann. Var þar Steingrím-
ur Hallgrímsson frá Látrum.
Merki nokkur sáust þess, að eigi
myndi hann hafa verið einn á
bátnum.
Þeir báru likið til bæjar og
símuðu síðan til Grenivíkur, en
j)ar var simi næst Látrum. Eigi
þarf þess að geta, að öllum þar
innfrá var ókunnugt um ferð
þeirra feðga. Hinn 16. desember
fór síðan Þorbjörn Áskelsson á
vélbát sínum út að Látrum. Með
honum barst til baka vitneskja
um, hversu varið var ferð þeirra
feðga og var þá hafin leit að
Halli af miklum roannfjölda,