Úrval - 01.03.1964, Page 101
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUP
91
vatni á skemmtun, sem nemend-
ur héldu, og liafði þá tal af mér.
Hvað hugðist ég fyrir, þegar
lyki náminu í héraðsskólanum?
Ég vissi ekki. Um langt skóla-
nám gat ekki orðið að ræða.
Ég var gamall orðinn og efna-
hagurinn fjarskalega bágborinn
eigi að síður. Kennaraskólinn
hafði mér komið í hug, og Sam-
vinnuskólion hafði komið mér
í hug. Ekki líkaði mér þó rétt
vel sköpulag mitt í verzlunar-
mann, Líklega yrði ég bóndi
eða verkamáður. — Ég veit ekki,
sagði ég. Þá var það, að Sig-
urður Thorlacius ákvað örlög
mín. Hann sagðist þurfa á mörg-
um kennurum að halda við skóla
sinn og atvinnu gæti hann á-
reiðanlega átvegað mér, ef ég
færi í kennaraskólann og lyki
þaðan prófi. Meðal þess, sem
við sögðum í þetta sinn, voru
þau orð hans, að hann hefði
hugsað dálítið um þetta og þætt-
ist sjá, að kennsla barna ætti vel
við upplag mitt.
Ég fór að ráðum Sigurðar og
haustið 1933 réð hann mig kenn-
ara að skóla sinum. Af því er
löng áaga, en aðeins á fáein at-
riði minnzt núna. Eftir kennslu
nokkra daga var ég látinn hætta.
Einhverjir höfðu verið mér og
skólastjóra svo velviljaðir að
segja það skólanefnd, að ég væri
þarðsoðinn kommúnisti og þvi
hættulegurþjóðfélaginu og æsku-
lýð þess. Ekki vissi ég sjálfur
á þeim árum, að skoðanir mín-
ar væru komnar í svo fast form,
en það getur legið á milli hluta.
Ég var látinn hætta á þeim for-
sendum, að skólastjórinn hefði
enga heimild haft til að ráða
mig að skólanum, Þó að aðeins
væri um tímakennslu að ræða.
Hinu var hvíslað, að ekki skyldi
honum haldast uppi að safna um
sig kommúnistum. Nóg var hitt,
að skólastjórastöðuna hafði hann
hlotið fyrir gerræði Jónasar frá
Hriflu. Ég liætti í liálfan mánuð
og lá við borð, að ég réði mig
út á land. Sigurður bað mig að
fara að engu óðslega og að hálf-
um mánuði liðnum kom úr-
skurður kennslumálaráðherra,
sem þá var séra Þorsteinn
Briem, og kvað hann á um það,
að ég væri löglega ráðinn. Þá
hóf ég störf að nýju í Austur-
bæjarskólanum og er nú þar á
31. kennsluvetri mínum.
Ég hef minnzt hér á fáein
atvik aðeins. Hin eru mörg,
sem minningin kallar fram í
hugann og tengd eru samvistum
okkar Sigurðar á Laugarvatni
og síðan í Austurbæjarskólanum.
Ég ætla að eiga þau geymd hjá
mér fyrst um sinn.
III.
Sigurður Tliorlacius fæddist á