Úrval - 01.03.1964, Side 105
HJARTARITIÐ
afhjúpar leyndardóma hjartans
1 hjörtum okkar fer fram lífsnauS-
synleg raforkustarfsemi, sem stjórn-
ar störfum þess. EKG-hjartaritið er
mœling slíkrar orkustarfsemi. Sú
prófun veitir mikilvœgar upplýsing-
ar ... fullvissu um, aö allt sé í lagi,
eöa aövörun, og berist hún nœgilega
snemma, getur hún reynzt sann-
kallaöur bjargvcettur.
Eftir J. D. Ratcliff.
INAR IÐANDI linur
hjartaritsins (elect-
rocardiagrarasins,
EKG) eru flestum
okkar eins leyndar-
dómsfullar og helgirúnir á eg-
ypzkri gröf. En þessi skilaboð
hjartans skýra hinum reynda
og þjálfaða lækni frá bæði
mörgu og miklu, hvað starf-
scmi lijartans snertir: stundum
eru línur þessar merki þess,
að allt sé i lagi, en stundum
eru þær einnig beiðni um hjálp.
Hjartaritið getur aðvarað um
aðvífandi hjartakvilla, og stund-
um kemur það upp um leynda
hjartabilun, sem átt hefur sér
stað, án þess að viðkomandi
hafi orðið þess var (10—20%
okkar liafa fengið slíka hjarta-
bilun). Þegar læknar hafa feng-
ið slíkar aðvaranir, geta þeir
oft gert ráðstafanir til þess að
hindra alvarlegar bilanir og
kvilla. Hjartaritið gefur til
kynna skemmd, sem hjartavöðvi
hefur orðið fyrir, á meðan
blóðstraumur til hans hefur
lokazt vegna stíflu i hjartaslag-
æð. Einnig gefur það til kynna,
hversu skjótt vöðvanum gengur
að komast i samt lag. Það gefur
einnig til kynna, þegar slag-
æðakölkun tekur að ógna nær-
ingarstarfi hjartans. Og það
Reader's Dig.
95