Úrval - 01.03.1964, Side 106
96
ÚRVAL
gefur aðvörun, ef hið nauösyn-
lega jafnvægi milli vissra efna
i blóðinu (t. d. kalsíum og kalí-
um) helzt ekki.
Þesi athyglisverða prófun
veitir tafarlausar upplýsingar,
og því er hún svæfingarsérfræS-
ingnum sérstaklega þýðingar-
mikil, en hann þarf á stöðug-
um upplýsingum að halda um
það, hversu vel hjarta sjúkl-
ingsins þolir svæfingu og stór-
vægilegar skurðaðgerðir. Leiðsl-
ur eru tengdar frá likama sjúkl-
ingsins i tæki, er nefnist„oscil!o-
scope“, er gerir EKG-línuritið
stöðugt sýnilegt á tjaldi, er lik-
ist sjónvarpstjaldi. Ef um er
að ræða titring eða breytingu
á mynstri línuritsins, kemur
slikt tafarlaust í ljós, og eru þá
tafarlaust gerðar viðeigandi ráð-
stafanir. Þegar læknir stöðvar
hjartað viljandi til þess að geta
framkvæmt innvortis'aðgerð á
þvi, þá hvílir blær eftirvænt-
ingar og þenslu yfir „oscillo-
scope-tjaldinu“. Þegar efnum
er sprautað í sjúklinginn til þess
að stöðva hjartað, titrar hin
bugðótta EKG-lína og flezt út
og verður alveg bein. Þetta tákn-
ar dauða hjartans, en í slíkum
tilfellum er aðeins um bráða-
birgðadauða að ræða.
Hvað er EKG? Það er mæl-
ing á raforkustarfsemi hjartans.
Það er allt og sumt. John Burd-
on-Sanderson og Augustus D.
Walter, enskir eðlisfræðingar,
sem störfuðu að þessu um 1880,
gátu greint rafboð mannshjart-
ans, eftir að hafa stuðzt við
niðurstöður fyrri vísindamanna,
sem höfðu sýnt fram á raforku-
starfsemi hjartans með tilraun-
um á froskum.
Nú vitum við, að rétt á und-
an hverju hjartaslagi gefur
„hraðastillirinn“ (pacemaker)
frá sér dálítinn rafstraum, en
stillirinn er hnúður sérhæfðs
vöðvavefs og taugavefs, sem er í
vegg hægraforhólfs hjartans.
Þessi rafstraumur breiðist út um
vöðvatrefjar í forhólfum hjart-
ans. Trefjarnar dragast saman
og þvinga blóðið inn í hjarta-
hólfin. Straumurinn fer gegnum
sérstalcar trefjar, sem leiða, og
dreifist siðan yfir þykka hjarta-
hólfsveggina, og þau hólf drag-
ast einnig saman, þannig að
hægra hjartahólfið þvingar blóð-
ið til lungnanna til þess að ná
í súrefni, en hið vinstra þrýstir
fersku blóði út um likamann.
Þetta kann að virðast einfalt,
en þessi raforkustarfsemi er
samt ósegjanlega miklu flókn-
ari en nokkuð, sem á sér stað
í hinum fullkomnustu reikni-
vélum. EKG er i stuttu máli
prófun á kveikjukerfi hjartans
og skýrir okkur frá því, hversu
vel kerfið vinnur.