Úrval - 01.03.1964, Side 107
HJARTARITW AFIIJÚPAR . . .
97
Willem Einthoven, snjall holl-
enzkur prófessor í eðlisfræði,
varð fyrstur til þess að finna
ujjp tæki, er kallast „galvano-
meter“ (gölvunarmælir). Var
það árið 1903. Tæki þetta g'at
mælt liinn hárfína rafstraum,
sem framleiddur er i hjartanu.
Þetta var geysilega mikilvægt,
og' fékk hann Nóbelsverðlaunin
árið 1924 fyrir þesa uppfinn-
ingu. Hann var alltaf að nauða
á nemendum, samstarfsmönnum
og vinum að leyfa honum að
festa rafskaut (elektróður) við
líkama þeirra, svo að hann gæti
skráð á hreyfanlega pappírs-
renninga hin bugðóttu rafmynzt-
ur, sem menn kannast nú svo
vel við.
En hvorki Einthoven né
neinn annar gerði sér fulla grein
fyrir merkingu rafstraums-
breytinganna í hjartanu, sem
mynztur þessi voru tákn um.
Sú þekking fékkst að mestu
leyti við líkskurðarborðið.
Læknar rannsökuðu hjartarit,
sem tekin voru af sjúklingum
í lifanda lífi, og síðan skoð-
uðu þeir skemmd hjörtu sömu
sjúklinga, er þeir létust, og'
báru síðan niðurstöðurnar sam-
an. Þeir fundu einkennandi
mynztur fyrir ýmiss konar
hjartakvilla. Þegar stífla lokar
t. d. hjartaslágæð og' veldur
kransæðasjúkdómi (hinni al-
gengustu tegund hjartabilunar),
þá deyr sá hluti hjartans, sem
hin stíflaða slagæð hefur áður
flutt næringu til, og þess í stað
myndast „örvefur“. Þar mynd-
ast rafstraumslaust svæði, þvi
að „örvefurinn“ gefur ekki frá
sér eða leiðir neinn rafstraum
líkt og hjartavefurinn gerir,
Og slíkan „örvef“ finnur EKG-
prófunin því venjulegá.
Fyrir einum mannsaldri áttu
læknar stundum erfitt með að
greina á milli botnlangabólgu,
gallblöðrusjúkdóma, alvarlegra
meltingartruflana og' hjartabil-
unar ytri sjúkdómseinkenni allra
þessara sjúkdóma geta verið
mjög' lík. En eftir því sem tækn-
in hefur gert það fært, að fram-
leiddar séu betri hjartaritsvél-
ar, og sérfræðingar hafa orðið
leiknari í að túlka hjartaritin
rétt, hefur EKG-prófunin í raun
og veru bundið endi á allan
slikan vafa og greint hjarta-
sjúkdóma svo að vart skeikar.
Hugsið yður, að þér gangið
inn i skoðunarherbergi hjarta-
læknis til þess að sjá, hvað
gerist, þegar EKG-prófun er
framkvæmd. Prófunin telcur
stuttan tíma og er alveg' þján-
ingalaus. Læknir eða tæknileg-
ur aðstoðarmaður festir rafskaut
við líkama þess, sem skoða á.
Eru þau fest á með gúmólum,
en áður er húðin nudduð á-