Úrval - 01.03.1964, Síða 109
HJARTARITIÐ AFHJÚPAR ...
99
frv.), en samt búumst við við
þvi, aS starfsemi hjartans hald-
ist alltaf stöðug. Það ættum við
ekki að gera. í sumum tilfell-
um hefur hinn eðlilegi hjart-
sláttur, sem er 60—70 slög á
mínútu, aukizt svo gífurlega, að
slögin hafa farið yfir 100 á
mínútu, og þannig hefur hjart-
að haldið áfram að starfa í
langan tíma, án þes að það
skemmdist. Ótti við slög, „sem
falla úr“, er mjög almennur.
En í rauninni er lítið, sem
bendir til þess, að slíkt sé í
sjálfu sér nokkuð hættumerki.
Sé hætta á ferðum, mun EKG-
prófunin yfirleitt gefa aðvörun
uin hana.
Hljóð, sem myndast við blóð-
rennsli gegnum hjartað, voru
eitt sinn álitin öruggt merki um,
að eitthvað væri að (heart mur-
murs). Mörg börn voru látin
liggja langtímum sem sjúklingar
vegna þeirra. Vitað er nú, að
vart verður við slik hljóð hjá
fleirum en 50% ungra barna,
en í mörgum tilfellum eru þau
alveg meinlaus og hverfa yfir-
leitt á unglingsárunum. EKG-
prófunin hefur hjálpað læknum
til þess að greina á milli mein-
lausra rennslishljóða og þeirra,
sem gefa til kynna hjartasjúk-
dóm eða skemmd. Nýlega lauk
langvinnri athugun 96 einstakl-
inga, sem slík rennslishljóð
höfðu verið greind hjá fyrir 20
árum. Sú athugun sýndi þá
gleðilegu staðreynd, að í 80%
tilfellanna hafði hljóð þetta
horfið, og að aðeins 2 af þess-
um 96 höfðu hjartasjúkdóma,
sem tengja mátti við þessi
rennslishljóð í bernsku.
Önnur þýðingarmikil þróun er
fólgin í því, að nú eru EKG-
prófanir tíðum gerðar, á með-
an hinn prófaði er látinn reyna
á hjaríað. Ekki er langt síðan,
að læknar við Philadelphia
General Hospital (Hið Almenna
Sjúkrahús Philadelpiu) gerðu
slíkar athuganir á 135 karlmönn-
um á aldrinum 17—64 ára. All-
ir sýndu eðlilegt hjartarit, þeg-
ar þeir hvíldust. En þegar þeir
voru beðnir um að stíga fót-
stig reiðhjóla af fremsta megni,
sýndu EKG-mynztri frávik frá
því, er eðlilegt mætti teljast,
meðal 37% af mönnum úr hóp
hinna eldri (yfir fertugt) og
meðal 23% af mönnum úr hópi
hinna yngri. Það er staðreynd,
að hjörtu margra, sem eru full-
fær um að fullnægja þörfum lik-
ama í hvíld, vinna ekki alveg
eðlilega, þegar of miklar kröf-
ur eru gerðar um orku. Viti
viðkomandi þetta og fari sér því
fremur hægt, getur hjartað
þjónað þörfum iuins í mörg ár
í viðbót.