Úrval - 01.03.1964, Síða 113
SÆLDARLÍF í DÝRAGARÐINUM
103
sem vinna að því af alúð, ekki
aðeins að lækna sjúkdóma og
græða sár, heldur einnig að
finna ráð til að koma í veg fyr-
ir sjúkdóma. Stöku sinnum koma
fyrir beinbrot. Fyrir skömmu
fótbrotnaði örn á báðum fót-
um. Spelkur voru settar við þá,
og eítir sex mánuði var fuglinn
albata. Sé búist við erfiðri fæð-
ingu hjá tilvonandi dýramóður,
er læknalið okkar við þvi búið
að gera keisaraskurð í skyndi.
Augljóst er, að „náttúrlegt um-
hverfi" er nauðsynlegt. Tökum
mörgæsabyggingu okkar, sem
kostaði nálægt 100,000 dollurum.
Hún hefur sitt sérstaka vatns-
leiðslu og loftræstingarkerfi.
Lofthitanum er haldið nákvæm-
lega i 12° C árið um kring, og
loftinu lialdið hreinu eins
og i kuldabeltunum, til þess að
koma í veg fyrir sjúkdóma í
öndunarfærunum. Með flúrskins-
lömpum framleiðum við gervi-
sólsldn, svipað og er á þeirra
suðlægu breiddargráðum; og
hversu ánægðar þessar sjö, eða
fleiri mörgæsategundir, sem við
höfum hér, kafa í sinu svala
vatni, við sína suðrænu birtu,
sýnir bezt hve vel þetta allt
hefur heppnazt hjá okkur.
Fólki er gjarnt að halda, að
dýrin þurfi að hafa mikið iand-
rými, til þess að vera ánægð.
En mörgum villidýrum er það
meiri grundvallarnauðsyn að
liafa sitt eigið „ríki“, svæði út
af fyrir sig — stærð þess skipt-
ir oft litlu eða engu máli.
Eitt haust skall á fellibylur,
sem kom öllu í dýragarðinum
hjá okkur i uppnám. í miðjum
skarkalanum af fallandi trjám,
heyrðist skyndilega hvellur, þeg-
ar skörp stormhviða braut gler-
vegginn á fuglabúri, sem í voru
þrít stórir bláir skjóir úr Hima-
layafjöllum, skelfdir fuglarnir
hurfu og bárust með storminum
yfir trjátoppana inn til borgar-
innar. Þegar veðrinu slotaði,
tylkynntu gæslumenn okkar að
allt væri i lagi með skjólstæðinga
þeirra, nema skjóina vantaði.
Seint daginn eftir var hringt
til okkar og sagt, að þrír undar-
legir fuglar hefðu sézt á hús-
mæni hérumbil fjórðung mílu
frá dýragarðinum. Seinna var
sagt að þeir hefðu sézt í yfir-
gefnu vörugeymsluhúsi. Ráðgert
var að gera út björgunarleiðang-
ur. En það kom aldrei til þess.
Snemma næsta morgun voru
fuglarnir komnir i galopið búr-
ið sitt, sátu þar og snyrtu fjaðr-
ir sinar eins og ekkert liefði í
skorizt. Þeir höfðu ratað sína
leið „heim“, á þann stað þar
sem þeir fundu sig örugga ■—
og ánægða, hljótum við að gera
ráð fyrir.
Með þvi að flest dýr, eins og