Úrval - 01.03.1964, Page 116
106
ÚRVAL
um fjölgar stöðugt, sem okkur
heppnast að láta eignast ah
kvæmi — má þar nefna gler-
augnaslönguna, og liinn sjald-
gæfa okapi (giraffategund), frá
hinum fjariægu skógum Mið-
Afríku. Á siðustu áruin hafa
jafnvel górillur eignazt afkvæmi
í dýragörðum, sem er mikil
framför, miðað við hina sorg-
legu reynslu með þessi dýr.
Að öllu athuguðú er raun-
verulega engin ástæða til að vor-
kenna skepnunum í vel reknum
dýragarði á vorum dögum. Af
langri athugun hef ég sannfærzt
uin, að ef hægt væri að bera það
undir dýrin sjálf, mundi mikill
meiri hluti þeirra mæla með
hinu góða lífi i góðum dýra-
garði.
SJÁLFVIRK MYNDSTÆKKUNARVÉL AFGREIÐIR
STÆKKUNINA á 4% MlNÚTU.
Stækkunarvél þessi, fyrir 7.5—10.5 X stækkanir^ er algjörlega
sjálfvirk að öðru leyti en þvi, að stinga þarf „negatívunum" inn
Hún sker sérhverja mynd af keflinu, sendir hana gegnum vinnslu-
rásina og afgreiðir hana þurra og tilbúna til skoðunar á 4% mín.
Við venjulegar stækkunarvélar fyrir meiriháttar starfsemi verða
menn að bíða I nokkrar klukkustundir, þar til öll filman hefur
verið framkölluð og unnin, unz hægt er að skoða myndirnar.
Vélin innifelur sjálf, vinnur í fullkomlega upplýstu herbergi
og afgreiðir allt að 270 stækkanir á klst.
Innri gerð vélarinnar er nákvæmlega lýst í „Neue Zúricher
Zeitung" (Sviss) nr. 1215, 1962, en „kjarni“ vélarinnar er raf-
ljósnemi (photoelectric cell), sem mælir ljósmagnið, er fellur á
pappirinn, meðan stækkunin fer fram, og lokar fyrir, þegar Ijós-
magnið hefur náð fyrirfram stilltu marki. Framköllunartíminn
getur verið breytilegur, frá 145 sek. upp í nokkrar sek.
Á stilliborði vélarinnar er stilling fyrir val á gráðu, lýsingar-
Styrkleika o. fl. og hnappar, sem hafa stjórn á flutningi mynd-
anna inni í vélinni. Einnig er þar teljari, bæði fyrir heildartaln-
ingu, hlutatalningu, og fyrirfram stillta talningu, sem stöðvar
vélina, þegar hún hefur afgreitt þann fjölda mynda, sem óskað
er eftir. lönaöarmál.
Tilkynning á bak við Brúðarslörsfossana við Niagara Falls
í New Yorkfylki: „Reykingar bannaðar!"