Úrval - 01.03.1964, Side 118
108
ÚRVAL
klæði á bíísæti.
Auk þess telja veiSiyfirvöld
lágt reiknað að 10000 <lýr
séu drepin vikulega fyrir
hinn nýja og hraSvaxandi keng-
úru-kjötiSnaS. Á hverri viku eru
flutt út til Asíu og Evrópu að
meðaltali 50 smálestir af kjöti
í steikur, hamborgarhryggi
og pylsur. Til viðbótar neyta
Ástralíubúar sjálfir 10 smálesta
af þessari uppáhaldsfæðu sinni
á viku.
Þá má nefna hina vinsælu
kengúruhalasúpu, sem er orðin
alþjóðleg söluvara, einkum í
Bandaríkjunum. Niðursuðufyrir-
tæki eitt í Sydney selur t. d.
íyrir 240000 dollara á ári til
14 landa.
Skepnan, sem stendur undir
öllu þessu, er raunverulega lögð
að velli i miklu stærri stíl en
þessar tölur gefa til kynna. Ó-
taldar þúsundir eru skotnar á
afskekktum fjár- og nautgripa-
stöðvum og látnar rotna niður
með húð og öllu saman. For-
maður Dýraverndunarfélagsins í
New South Waels, telur að sá
tollur nemi allt að 50000 á viku,
eða um 2V-x milljón á ári.
En hvað snertir hina gifurlegu
slátrun þessara dýra og sam-
timis fjölgun þeirra síðan 1959,
þá kemur fram hjá Ástralíubúum
í þessu máli eins konar þjóðar-
hugklofnun. Þegar um kengúr-
una er að ræða láta Ástralarn-
ir eins og brjálaðir menn, á
annanhvorn veginn.
Náttúrufræðingar vara við þvi
að þetta ótakmarkaða dráp muni
brátt þurrka (lýrin út, á sama
hátt og vísundarnir í Norður-
Ameriku hröpuðu úr 10 millj-
ónum niður i 200—300 á ör-
fáum árum — og á sama liátl
og hinn litli, blíðlyndi, ástralski
koalabjörn hafði nærri verið
útrýmt á árunum eftir 1920.
Nú er koalabjörninn algerlega
friðaður.
lláðgert er að halda ráðstefnu,
sem nái til alls landsins, til þess
að ræða viðhald kengúrunnar,
og ofarlega á dagskrá er uppá-
stunga um að koma upp griðar-
stórum þjóðgarði, þar sem keng-
úrurnar fái að reika um óáreitt-
ar meðan jörðin er við líði.
Og förstjóri dýragarðsins í
Sidney skýrði Kennedy forseta
frá því, að fjöldi manns mundi
l'agna því, ef þjóðþingið sam-
þykkti lög, sem gerði að engu
eða takmarkaði hinn mikla
ameríska markað lyrir kengúru-
skinn og kengúruhalasúpu.
Flestir ástralskir fjárbændur
og nautgripaeigendur líta á all-
an þennan gauragang sem
heimskulega viðkvæmni. í fyrsta
lagi, segja þeir, er svo mikið um
kengúru (og hún margfaldast
svo ört), að það yrði aldrei hægt