Úrval - 01.03.1964, Qupperneq 122
112
ÚRVAL
með öðrum framfætinum og
rétti honum rolcna spark meö
afturfæti á hálsinn, svo aö blóð-
ið lagaði úr honum. Bóndinn
sló kengúruna í andlitið, sleit
sig iausan og þreif upp lurk.
Han,n braut lurkinn á iiöfði
kengúrunnar, og skepnan sparlc-
aði hann aftur. Þá greip bónd-
inn upp vasahnífinn sinn og
keyrði hann á kaf í liöfuð
kengúrunnar, sem féll niður
dauð. ! hálsinn á bóndanum
þurfti 24 saumspor.
Kengúrur eru fæddar hnefa-
leikarar. Ungarnir hafa afar
gaman af að berjast, og það
fer ekki hjá því, að áhorfend-
ur skemmti sér við að horfa
á, hve mannlega þeir bera sig
tii, þegar þeir vikja sér undan,
beita brögðum og skiftast á
heilii lotu of höggum. Flestir,
sem hafa horft á slíka sýningu,
þora að sverja að þátítakendurn-
ir hafi jafnvel tekið sér hvíld
á milli iotanna. Fullorðin karl-
dýr („old men“) gera einnig
oft upp sakir sínar á þennan
hátt — venjulega er það spurn-
ingin um það, hvor þeirra eigi
að vera foringi flokksins. Mörg-
uin „boomer“ hefur verið kenni
að berjast við menn. Og marg-
ur maðurinn hefur iðrazt þess,
að leggja út i slíkan hnefaleik.
Það cru ekki mörg ár síðan að
amerískur hermaður fékk smjör-
þefinn af því. I dýragarðinum
i Brisbane, sá hann mann berj-
ast við stóran „boomer“, sem
nefndur var Joe Louis. Hermað-
urinn lýsti því yfir hárri röddu,
að bardaginn væri bara „svilc
og prettir". Kengúran kynni
ekki hnefaleik, og hann skyldi
meira að segja sanna það. Hann
skoraði á skepnuna að berjast
við sig tiu lotur í stærsta sam-
komusal borgarinnar, allur hagn-
aður skyldi renna til góðgerðar-
starfsemi. Þjálfari kengúrunnar
gekk að þessu.
Salurinn var þétt skipaður og
það var mikið veðjað, þegar
Joe Louis — með iinefaleika-
hanzka á öllum fjórum fótum —
hoppaði inn í liringinn. Bjallan
hringdi. Bardag'inn hófst. Joe
gerði nokkrar snotrar brellur,
sló fáein meinlaus högg og' i
dálitla stund vék hann sér að-
eins undan liöggum andstæðings-
síns. Þegar leið að lokum fyrstu
lotu, liafði hermaðurinn enn
ekki hitt með einu einasta höggi,
og Joe var farið að leiðast þóf-
ið. Og svo .. . hann studdi sig
við halann, sló fram báðum aft-
urfótunum og þeytti hermann-
inum á milli hringreipanna fram
í fjórðu röð áhorfendasætanna.
Áskorandinn varð aldrei var við,
að handklæðinu væri fleygt tii
hans. Hann vissi ekki af sér
næsta hálftímann.