Úrval - 01.03.1964, Síða 129
GEIMFERÐASÖGUR. ..
119
sagt er frá í þessum vísindareyf-
urum, sem tæknilega er óhugs-
andi, að geti orðiö að veruleika.
Þó aS þessar uppfinningar hafi
oft virzt hinar furSulegustu, þá
hefur þróunin jafnvel oft sýnt,
að höfundarnir voru ekki lengra
á undan en þaS, aS eftir á þyk-
ir mönnum sem ekki hafi þurft
nema sæmilega menntun til aS
sjá þær fyrir. „Langsóttustu"
spádómarnir, þeir, sem enn eiga
eftir að rætast, eru ekki ýkja
margir, en þeirra á meSal er
„Helgeislinn“, flutningur lifs
milli likama, tæki sem upphefja
þyngdarlögmálið og ferðalög
fram og aftur í timann. Þess
ber þó aS geta, að orka þeirra
„Helgeisla“, sem lýst er í vis-
indareifurunum, virðist yfirleitt
ekki meiri en geislans, sem nú
hefur tekizt að mynda með hin-
um nýuppfundna Ijósmagnara
(Lasertæki), og að þegar hafa
verið unninn þau afrek í skurð-
lækningum — líffæri úr látnum
flutt i likama lifenda og grædd
þar á sinn staS — að afrek ný-
tízku skurðlækna gefa litiS eft-
ir afrekum Ras Thavas, sem
Edgar segir frá í visindareyf-
ara sínum, árið 1928, “The Mast-
er Mind qf Mars“.
Margir af höfundum vísinda-
reyfaranna hafa tekið í þjónustu
sina tækni, sem gerir kleift að
upphefja aðdráttaraflxð. Þar mun
Jonathan Swift hafa orðið einna
fyrstur, er hann segir frá því
í „FerSum Gullivers“, 1726,
hvernig eyjan Laputa sveif í
lausu lofti — án þess þó að hann
útskýri nánar það afl, sem þar
var að verki. í vísindareyfara
Percy Gregs, „Across the Zodi-
ak“ sem kom út árið 1880, er að-
, dráttaraflið upphafið með eins
konar rafmagni, sem hann kall-
ar „apergy". Frank Stockton fer
hins vegar þannig að í vísinda-
reifara sínum, „A Tale of Neg-
ative Graviti“, árið 1884, að
hann beitir gagnvirku tæki og
upphefur aðdráttaraflið með nei-
kvæðu aðdráttarafli, en H. G.
Wells notar efnablöndu, sem
hann nefnir „cavorite“, og kem-
ur að sama gagni i vísindareyf-
ara hans, „Fyrstu menn á tungl-
inu“, er kom út 1901.
Og jafnvel hvað þessa lang-
sóttu uppfinningu snertir, eru
vísindamennirnir þegar komnir
nokkuð af stað. Eftir því sem
McGraw-Hill segir i 6. bindi
Visindaalfræðiorðabókarinnar,
1960, álíta vísindamenn, að ef
til vill sé fræðilegur grundvöll-
ur fyrir þvi, að takast megi
að upphefja aðdráttaraflið með
vísindalegum aðferðum, sem
þegar séu í athugun,
Takist það, verður ekkert eft-
ir, sem boðað er i spádómum
vísindareyfarahöfundanna, nema