Úrval - 01.03.1964, Page 136
126
ÚRVAL
fremur naumt. En i því sam-
bandi er einnig vert að minnast
þess, að hœtta hefði sannar-
lega veriö á ferðum, ef allt of
auðvelt hefði reynzt að notfæra
sér þessa orku, því aS þá væri
mögulegt aS búa til kjarnorku-
sprengju úr úraniuminu, um
leið og það er unnið úr jörðu.
Og ég býst við, að þá myndi
ekkert okkar lifa nægilega lengi
til þess að njóta ávaxta þeirrar
takmarkalausu orkulindar, sem
ég hef minnzt á.
Auðvitað er um að ræða svo-
kölluð „erfið verkfræðileg vanda-
mál,“ áður en við getum tekið
til að brenna grjótinu með góð-
um árangri. Þessi vandamál eru
að vísu erfið viðureignar, en
samt eru þau alls ekki óleysan-
leg, enda eru vísindamenn nú
að vinna að lausn þeirra.
En hvers vegna ættum við
að vera með vangaveltur um
það, hvað koma kynni fyrir
mannkynið eftir t. d. 1010 ár
(10 i 10. veldi) eða eftir 100 ár
eða jafnvel eftir fimm ár? Ég
hef þá trú, að það ættum við
einmitt að gera Ég vísa nú til
fyrri orða minna um hina geypi-
legu offjölgun mannkynsins.
Eftirfarandi yfirlýsing var gerð
í grein nokkurri í nýlegu hefti
tímarits, er ber nafnið „The
Populr.tion Bulletin" (Tímarit
um fólksfjölda).
„Á næsta aldarfjórðungi kann
íbúatala heimsins að aukast
upp i fjórar billjónir. Yið ættum
að hugleiða, hvaða afleiöingar
þessi þróun er likleg að liafa
fyrir örlög lifveru þeirrar er
maður nefnist. Þessi aldarfjórð-
ungur er þáttur í þróun, sem
hófst fyrir 2000 árum og er að
ná hámarki á þann hátt, að mað-
urinn er að taka sér jörðina
til fullrar eignar. Fjölgun mann-
kynsins næsta aldarfjórðung
hefur því slíka þýðingu, að hún
yfirskyggir öll önnur hagfræði-
leg og þjóðfélagsleg vandamál.
Þetta er kjarni vandamáls þess,
sem fólgið er í tilveru okkar.“
Mér finnst því, að þið ykkar,
sem teljast munuð til næstu
kynslóðar vísindamanna og mun-
uð fást við lausn þessara að-
kallandi vandamála, sem rekja
má til offjölgunar mannkyns-
ins, getið ekki gert mannkyn-
inu stærri greiða en að reyna
að benda á hversu alvarlegt
offjölgunarvandamál það er, sem
ég er sannfærður um, að mann-
kynið verður nú að horfast i
augu við, og reyna jafnframt
að finna einhverja lausn.
Einnig leyfir maður sér að
vona, að tækist að leysa þá
gátu, hvernig lifa mælti tiltólu-
legu nægtalíti með lijálp þess-
ara hráefna, þessa grjóts og orku
úr þvi einni saman, þá ætti slík