Úrval - 01.03.1964, Qupperneq 139
LÍF THEODORES ROOSEVELTS
129
sem
ÞINGMENNIRNIR
á fylkisþingi New
Yorkfylkis skemmtu
sér dátt yfir yngsta
starfsbróSur sinum,
vakti óneitanlega furðu
þeirra. Allt frá þeim degi, er
hann birtist í fylkisþinginu í
Albany í janúarmánuði árið
1882, var það augljóst, að þessi
nýi þingmaður, Theodore Roose-
velt að nafni, aðeins 23 ára
gamall, var furðulega ólíkur
hinum hörðu stjórnmálamönn-
um, sem venjulega voru kosnir
á þingið sem l’ulltrúar fyrir New
Yorkborg.
Hann var óskaplega horaður
og renglulegur. En samt sagðist
einn blaðamaður hafa séð hann
koma út úr þinginu síðdegis
dag nokkurn, þegar hörkugadd-
ur var, og var hann þá „klædd-
ur gleiðbrosi i stað yfirfrakka.“
Aðrir minntust á tennur hans,
sem „virðast ná yfir allt and-
litið,“ eins og þeir lýstu þeim.
Þeir gerðu athugasemdir um
þykku nefgleraugun, sem hann
lét lianga í bandi líkt og spjátr-
ungur. Og hin vönduðu, klæð-
skerasaumuðu föt hans sluppu
ekki heldur við gngnrýni.
Allir, sem heyrðu hann tala,
tóku eftir hinni hvellu, háu rödd
hans, sem gerðist stundum næst-
um skræk, og hinum hnitmið-
aða Iiarvardháskólaframburði
Þessi Bandaríkjaforseti var óvenju-
legur maöur á margan hátt. Hann
var mikill íþróttamaður og veiði-
maður, fjallgöngumaður og Iand-
könnuður, ennfremur náttúrufræð-
ingur hinn bezti, er safnaði dýr-
mætum fjársjóðum á veiði- og
rannsóknarferðum sínum í Afríku.
Hann var sannkallaður þúsund-
þjalasmiður og hafði reynt margt
um dagana, verið kúasmali, bóndi,
hermaður, lögreglustjóri, raunveru-
legur ævintýramaður, en í BEZTA
skilningi þess orðs að vísu. Hann
gerðist mikilvirkur rithöfundur.
Hann sigraðist á miklum erfið-
leíkum, sem mættu honum þegar
í bernsku, er hann átti við mikið
heilsuleysi að stríða. Faðir hans
stappaði þá í hann stálinu og var
sem ekkert fengi síðar bugað þenn-
an ótrúlega þrekmikla og kjarkaða
mann, hvorki einkasorgir né stjórn-
málalegir ósigrar. Líf hans var
ævintýri líkast.
hans. Einn þingmaður lýsir á-
hrifum á hina þingmennina á
þennan hátt: „Við öskruðum
næstum af hlátri. Já, Roosevelt
var áreiðanlega sannasti fulltrúi
spjátrunganna í New Yorkborg."
Sumir hinna rustafengnari
þingmanna álitu, að sjálfsagt
væri að auðmýkja þennan unga
mann, og ákváðu þeir að leika
heldur en ekki betur á hann,
en Roosevelt komst að ráða-
brugginu, og af sinni einkenn-
andi einurð gaf hann forsprakk-