Úrval - 01.03.1964, Síða 140
130
anum aðvörun um, að öruggast
væri fyrir þá að láta hann i friði.
Og svo mikið er vist, að ekkert
varð úr hrekkjarbragði þessu.
En skömmu seinna gerðist at-
burður, sem varð til þess, að á-
lit Roosevelts i fylkisþinginu
tók gagngerðri breytingu.
Rossevelt fór í 12 mílna göngu-
ferð á degi hverjum, og einn
daginn leit hann inn í sveita-
krá á göngu sinni til þess að fá
sér bjórglas. Við skenkiborðið
hitti hann rustafenginn félaga
úr þinginu, John Costello að
nafni, og var hann að drekka
þar með tveim kunningjum sín-
um.
„Skyldi mömmudrengurinn
ekki fá kvef?“ sagði Costello
storkunarrómi og benti á stuttan
sportjakka Roosevelts.
Ungi maðurinn skeytti alls
ekki háðsyrðum þessum, og þá
ksllaði Costello hann „andskot-
ans spjátrung“.
Þá tók Roosevelt af sér gler-
augun, ósköp rólegur, stakk
þeim í vasann og gaf Costello
slíkt bylmingshögg, að hann
hneig samstundis niður. Siðan
afgreiddi hann annan kunningja
Costello á sama hátt. En þriðji
maðurinn hvarf i skyndi.
„Farðu nú fram og þvoðu
þér,“ sagði Roosevelt við Cost-
ello, „og komdu svo og fáðu
þér bjórglas með mér.“ Cost-
ÚRVAL
ello gerði sem honum var skip-
að. En þegar Roosevelt liélt aft-
ur af stað í gönguferð sília
nokkru síðar, gaf hann Costello
þetta ráð:
„Þegar þú ert nálægt virðu-
legum heiðursmönnum, skaltu
hegða þér eins og virðulegur
heiðursmaður!“
HERTU SKROKKINN Á ÞÉR!
Það hafði kostað Roosevelt
mikla fyrirliöfn að öðlast þá
hæfni að geta „afgreitt" inann í
einu höggi. Hann hafði verið
veiklaður, er Iiann var drengur,
eins og enn mátti sjá á vexti
hans. Hann hafði haft slæma
sjón, meltingarkvilla og illkynj-
aða andarteppu (asthma).
Stundum gat hann vart náð
andanum, og oft urðu foreldrar
hans að ganga með hann um
gólf nótt eftir nótt. En faðir
hans, sem var efnaður innflytj-
andi, leyfði ckkert dekur við
drenginn. Hann talaði því alvar-
lega við drenginn, er hann var
á tólfta árinu og ekkert lát vildi
verða á andarteppunni.
„Þú hefur góðan heila,“ sagði
hann við son sinn, „en ekki
góðan skrokk, og án hjálpar
skrokksins getur heilinn ekki
náð eins langt og hann ætti
annars að geta náð. Því verður
þú að herða skrokkinn. Það er
þrælavinna, en ég veit, að þú