Úrval - 01.03.1964, Page 141
LÍF TIIEODORES ROOSEVELTS
131
munt gera þetta og þér mun
takast það.“
Roosevelt hafði verið kyrrlát-
ur drengur. Hann hafði aðallega
sýslað við safn náttúrugripa, er
hann átti og hafði gefið nafn-
ið „Náttúrugripasafn Roose-
velts“. Nú tók hann að leggja
stund á furðulega erfiðar lík-
ams- og þjálfunaræfingar. Lík-
ami hans varð sú rannsóknar-
stofa, þar sem liann prófaði
og mótaði viljaþrek sitt og
sveigði það að vild.
Hann æfði sig með lyftinga-
tækjum á degi hverjum, en þeim
hafði faðir lians komið fyrir á
heimili þeirra í borginni. Fjöl-
skyldan átti sveitasetur úti á
eyjunni Long Island (Lönguey),
og þar stundaði Tlieodore sund
og róðra. í le>yfum sínum fór
hann í geysilegar gönguferðir.
Hann klifraði í fjöllum, renndi
sér á skautum, synti, fór á veið-
ar, hljóp og reri, eftir því sem
árstíðirnar leyfðu hverju sinni.
Síðar fékk hann tilsögn í hnefa-
leikum hjá fyrrverandi hnefa-
leikakappa.
Og öll hans fyrirhöfn hafði
sannarlega áhrif. Það liktist
kraftaverki. Þegar hann innrit-
aðist í Harvardháskóla árið 1876,
var hann næstum laus við and-
arteppuna. Hann var enn grann-
ur og renglulegur, en vöðvar
hans voru harðir sem járn, og
þol hans var ótrúlegt.
Á þeim árum var það í tízku,
að háskólastúdentarnir i Har-
vard hreyfðu sig sem minnst,
heldur væru letilegir og væru-
kærir á svip og í öllu fasi sinu,
en Roosevelt breytti ekki um
háttu. Um þetta segir einn skóla-
félagi hans: „Þótt það væri
ekki álitið viðeigandi að hreyfa
sig hraðar en með venjulegum
gönguhraða, var Roosevelt samt
alltaf á híaupum." Hann hafði
augsýnilega lagt eftirfarandi
heilræði föður síns á minnið:
„Fyrst skaltu hugsa um siðferði
þitt, síðan um heilsuna og loks
nám þitt.“
Samkvæmislíf hans var frem-
ur fáskrúðugt, og má þar kenna
um hinum stöðuga áhuga hans
á náttúrufræði. Ungu stúlkurn-
ar, sem urðu á vegi hans, urðu
þess brátt áskynja, að honum
hætti fljótlega til þess að beina
samtalinu að skordýrum, slöng-
um og eðlum, og máli sínu til
sönnunar dró hann oft dauð
sýnishorn upp úr vösum sínum.
Meðal prófessoranna ríktu
einnig nokkuð skiptar skoðanir
á Roosevelt, vegna þess að hon-
um hætti til þess að grípa fram
í mál fyrirlesaranna og spyrja
spurninga. „Slíkt gerðist svo al-
gengt í náttúrufræðifyrirlestrum,
að fyrirlesarinn gat ekki á sér
setið dag einn og stundi upp: