Úrval - 01.03.1964, Síða 145
LÍF THEODORES ROOSEVELTS
hann skeyti, og var honum þar
tilkynnt, að honum hefði fæðzt
dóttir. Hann bjó sig strax undir
að halda til New Yorkborgar,
en annað skeyti barst honum i
hendur, áður en hann var kom-
inn á járnbrautarstöðina. í því
var lionum tilkynnt, að Alice
væri hættulega veik.
Hann komst ekki til New
Yorkborgar fyrr en um miðnætti.
Er hann nálgaðist útidyrnar,
opnaðist hurðin, og Elliot bróð-
ir hans kom út.
„Það hvílir bölvun yfir þessu
húsi!“ hrópaði Elliot til hans.
„Mamma er að deyja, og Alice
liggur einnig fyrir dauðanum!"
Roosevelt þaut upp á loft.
Hann fór fyrst til konu sinnar
og siðan á fund móður sinnar.
Móðir hans hafði verið veik
undanfarið, og var álitið, að
aðeins væri um slæmt lcvef að
ræða. En það reyndist vera
taugaveiki, og dó hún klukkan
3 þessa sömu nótt. Og nokkrum
stundum síðar dó Alice einnig.
Roosevelt hafði clskað konu
sína undur lieitt. Hann hafði
umvafið hana ástríðuþrunginni
ástúð. Og það var sem hann
gæti nú vart afborið dauða henn-
ar og móður sinnar. Um þctta
tímabil mælti einn vinur hans
eftirfarandi orð: „Theodore er
illa farinn. Það er sem hann
hafi orðið fyrir rothöggi. Hann
135
veit vart, hvað hann gerir eða
segir.“
Ári síðar skrifaði liann síð-
ustu ástarorð sin til Alice í
hjartnæmum pistli og lauk máli
sínu á þennan hátt: „Þegar
yndi hjarta míns dó, slokknaði
lifsljós mitt að eilífu. „Og það
er staðreynd, að hann minntist
aldrei á hana þaðan í frá við
nokkurn mann. Hún er ekki
nefnd í sjálfsævisögu hans.
IIIÐ VILLTA, VILLTA VESTUR
Þessi harmleikur skapaði
þáttaskil í lifi Roosevelts. Hann
reyndi að kæfa sorg sína með
ofboðslegri vinnu í Alb'any, en
samt átti hann þess ekki kost
að nota stjórnmálin sem deyfi-
lyf við sorg sinni öllu lengur.
Þetta var forsetakosningaárið
1884, og á flokksþingi republik-
ana það sumar reyndi hann að
koma í veg fyrir útnefningu
James G. Blaine sem forseta-
efnis flokksins, en forystumenn
flokksins höfðu einmitt valið
hann. Þetta tókst honuin ekki
og vegna þessa ósigurs síns lok-
uðust lionum frekari framaleið-
ir að venjulegum flokksleiðum.
Þetta urðu honum mikil von-
brigði, og hélt hann nú aftur
til nautabús síns vestur á Dako-
tasvæðinu. Og brátt átti hann
orðið um 1500 naut. Var hann
var á þessum slóðum. Hann