Úrval - 01.03.1964, Page 148
138
ÚRVAL
meðvitundarlaus.
Roosevelt varð að eyða tölu-
verSum tíma til ]>ess að halda
aftur af misindismönnum og siá
um, að lögum yrði framfylgt
þar um slóðir, ]jar sem nautn-
þjófar og byssubófár óðu uppi.
Eiít sinn komst hann að því,
að árabát einum, sem hann
geymdi við Litlu Missouriána,
liafði verið stolið. Hann lagði af
stað í hrörlegu bátskrifli ásamt
tveim félögum sínum og veitti
þjófunum eftirför. Að nokkrum
dögum liðnum tókst þeim að
handsama þjófana, þrjá að tölu.
Félagar hans fóru með bátinn
upp ána, en Roosevelt fékk lán-
aðan vagn á næsta bæ og flutti
fangana til fangelsisins í Dick-
inson. Þetta var tveggja daga
fer, og Roosevelt mátti ekki
sofna eitt augnablik. Til þess að
drepa tímann, tók hann Önnu
Kareninu með sér og las hana
alla á leiðinni. „Ég las hana
af miklum áhuga,“ skrifaði hann
einni systur sinni.
í lok annars árs hans við
nautgriparæktina varð hann fyr-
ir miklu tjóni. Veturinn var ó-
skaplega harður. Um þrír fjórðu
hlutar nautgripahjarðanna dráp-
ust. Hann sá, að fjárhagur hans
var nú allur í molum og tilraun
þessi hafði mistekizt. Því ákvað
hann að halda nú aftur til Ne\v
Yorkborgar.
En þessi tveggja ára dvöl lians
í Vesturríkjunum varð honum
samt ómetanleg reynsla. Hann
hafði nú loks unnið fullan sigur
á andarteppunni. Líkami hans
hafði styrkzt og þreknað mikið.
Er hann sneri aftur rustur, var
rödd hans orðin gróf og sterk,
hann var þrekinn sem naut og
með myndarlegt yfirskegg, og
áttu þessi sérkenni eftir að fylgja
honum ævilangt. En þessar
breytingar voru aðeins á yfir-
borðinu. Hann hafði einnig
breytzt innra með sér. Hann var
fæddur í sknauthýsi, en var
uú sjálfur búinn að byggja sér
bjálkakofa. Hann hafði unnið
við hlið duglegustu hörkutóla
landsins við hin verstu skilyrði,
manna, sem létu sér ekki allt
fyrir brjósti brenna. „Við kynnt-
umst þrældómi, mannraunum,
hungri, og þorsta,“ skrifar hann
um þennan tima,“ og við sáum
inenn deyja vofeiflega við störf
sín meðal hesta og nauta. En
við fundum æðaslátt þessa
hörkulífs í æðtum okkar, og
starfið og lifið var okkur dýr-
mætt hnoss.“
Hann viðurkenndi það síðar,
að það hafi verið þessi reynslu-
timi, sem þroskaði með honuin
hina innri eiginleika, sem áttu
eftir að lyfta honum upp í æðsta
tignarsess landsins.