Úrval - 01.03.1964, Qupperneq 149
LÍF THEODORES ROOSEVELTS
139
LÍFSINS VÍN
Anna systir hans hafði séð um
dóttur hans, meðan hann dvaldi
i Vesturríkjunum. Hún hafSi
verið skirð Alice eftir móður
sinni. Þær bjuggu í stóru húsi
við Ostruflóa úti á Lönguey fyr-
ir utan New Yorkborg, en hús
það hafði hann verið að byggja
þegar konan lians dó. En hann
hafði ætíð farið fram á að þeg-
ar hans væri von þangað austur
í viðskiptaerindum, ætti alltaf
að tilkynna honum, ef búast
mætti við, að Edith Kermit
Carow kæmi í heimsókn. Hann
vildi forðast að liitta hana.
Hann hafði þekkt liana allt
sitt lif. Hún hafði verið Ieikfél-
agi hans í bernsku, og sagt er,
að hann hafi beðið hennar, þeg-
ar liann var skólastrákur. Hann
vildi vera minningu sinnar látnu
eiginkonu trúr, en hann óttaðist,
að hitti liann Edith aftur eftir
útlegðina i Vesturríkjunum
fjarri félagsskap kvenna, myndi
hin gamla vináttukennd hans
hreytast i ást.
En hún var enn í miklu vin
fengi við Önnu, og þvi fór það
svo, að þau Theodore hittust
þar heima dag einn árið 1885.
Eftir það hittust þau oft, og
næsta vetur giftust þau.
Hann settist að i húsi sínu
við Ostruflóa, sem hann nefndi
Sagamorehæð. Það var stórt hús
með 23 herbergjum og stóð á
hárri liæð við Löngueyjarsund.
Þar fékk hann næði til þess að
skrifa sitt mesta verk, fjögurra
binda verk, sem bar heitið
„Landnám Vestursins“ (The
Winning of the West). Og ineð
þeim Edith tókust góðar ástir.
A næstu árum tóku fjórir synir
og ein dóttir að vaxa úr grasi
á Sagamorehæð, og gat þar að
líta indælt fordæmi um heil-
brigt fjölskyldulíf.
Edith Roosevelt var næm-
geðja, hlédræg kona. Hún hafði
að vísu þekkt mann sinn frá
bernsku, en þó hljóta sum af
hinum óvenjulegri uppátækjum
hans að hafa vakið furðu lienn-
ar. Hann lagði stund á veiðar,
tennisleik, róðra og gönguferðir
af ofboðslegum ákafa. Jafnvel
skemmtigöngur og aðrar
skemmtiferðir snerust upp i
sannkallaðar þolraunir. Oft urðu
þau að dveljast næturlangt á
sjávarströndu, og þá átti hann
það til að segja draugasögur,
og i lok sögunnar réðist hann
að einhverjum krakkanum og á-
leit það hæfileg endalok sögunn-
ar. Einn gestur hans, sem kom
nokkuð oft i heimsóknir eitt
sumarið, og varð oft að setjast
undir árar, lýsti reynslu sinni
með þessum orðum: „Þetta var
prýðileg þjálfun, en ég léttist
um 25 pund!“