Úrval - 01.03.1964, Page 154
144
ÚRVAL
görpum“ undir forystu Leonnrd-
os Woods ofursta. Þetta var
deild úr 6000 manJia liði. sem
lenti nokkrum mílum fyrir aust-
an Santiago, en þar var sterk-
asta vígi Spánverja á eynni.
Spænska liðið hörfaði þá und-
an og skipað var, að fylgja skyldi
flótanum eftir.
Það kann að hljóma kaldhæðn-
islega, en hinir stoltu „Reið-
garpar“ urðu að labba. í ring-
ulreiðinni, sem ríkti, þegar þeir
stigu á skipsfjöl, höfðu öll hross-
in, nema liross liðsforingjanna,
verið skilin eftir i Florida. Og
brátt var þessi deild farin að
ganga undir nafninu „Uppgefnu
göngugarparnir hans Woods.“
Þetta var frumskógasvæði, þar
sem krökkt var af skordýrum
og hitabeltissjúkdómar herjuðu
á menn. Það fór að lokum svo,
að öll deildin sýktist af mýra-
köldu að undanteknum Roose-
velt sjálfum og einum öðrum
liðsforingja.
Eldskírn þeirra kom svo strax
næsta dag í árás í dögun. Roose-
velt sat á hesti sinum, „Texas“
að nafni, í broddi fylkingar, en
menn hans komu gangandi á eft-
ir honum og þræddu frumskóga-
stíg þegar á þá dundi skot-
hrið spænsks liðs, sem lá í
leyni þar í skóginum. Roosevelt
hvatti menn sína, og Spánverj-
unum var brátt stökkt á flótta
eftir nokkuð mannfall.
Nú varð 5 daga hlé. Á þeim
tíma hækkuðu þeir Wood og
Roosevelt báðir i tign, og varð
Roosevelt ofursti „Reiðgarp-
anua“. Stephen Crane lýsir þvi,
að næstu daga „liafi hann unnið
baki brotnu.“ Hann lieimsótti
særða menn i sjúkraskýlum,
reyndi að koma birgðaflutning-
um í lag og sendi menn sina
í inatkaupaleiðangra. Hann fékk
þeim 300—400 dollara úr eigin
vasa til matarkaupanna og fékk
lánað viðbótarfé hjá vini sínum.
Þ. 30. júni var svo fyrirskipuð
allsherjarsókn gegn Santiago.
Síðdegis komust „Reiðgarparn-
ir“ svo í skotfæri við röð
spæsskra vígja uppi á San Juan-
hæðum, en það var hin hinzta
náttúrulega hindrun á leið þeirrá
til borgarinnar.
Bardagar geisuðu þann dag.
Spánverjar höfðu lcomið sér fyr-
ir á hæðunum í kring óg á sveita-
bæjum og í skotgröfum og létu
skothríðina dynja á Bandaríkja-
mönnum. Roosevelt særðist lítil-
lega á úlnlið.
Nú var fyrirskipuð sókn að
nýju. Roosevelt stökk á bak hesti
sínum. Deild hans var aftast, og
gert liafði verið ráð fyrir, að
hún héldi þeirri stöðu, en hann
hélt áfram að hvetja menn sína,
og eigi leið á löngu, þar til þeir
voru komnir fram úr hinum