Úrval - 01.03.1964, Page 155
LlF THEODORES ROOSEVELTS
145
deildunum og allt að fastadeild-
uin hersins, sem lágu í kjarrinu
og skutu að Spánverjunum uppi
á hæðunum.
Roosevelt sagði höfuðsmanni
fastadeildanna, að ekkert dygði
að skjóta á Spánverjana, heldur
þyrfti að halda sókninni áfram
og' taka hæðirnar. Höfuðsmað-
hikaði, því að hann hafði ekki
fengið slíkar fyrirskipanir og
ofurstinn, er var yfirboðari
hans, var hvergi nálægur.
„Jæja, þá er ég æðsti foring-
inn hérna,“ sagii Roosevelt, „og
ég gef þá skipun, að sækja skuli
upp í hæðirnar. Leyfið mönnum
mínum að komast áfram, herrar
minn!“
Með þessum orðum reið hann
fram fyrir fastadeildirnar, og
„Reiðgarparnir“ fylgdu hratt á
eftir honum skælbrosandi.
Þetta gátu fastadeildir liers-
ins ekki þolað sjálfboðaliðun-
um. „Hermennirnir spruttu á
fætur og æddu áfram, og úr liðs-
sveitunum varð einn hrærigraut-
ur,“ sagði Roosevelt síðar. Roo-
sevelt veifaði hattinum og hróp-
aði fyrirskipanir til hermann-
anna. Þeir héldu sókninni á-
fram upp hæðina.
Og þeim tókst að ná toppnum.
En handan þessarar liæðar var
önnur hæð, er Spánverjar höfðu
á valdi sinu. Og nú dundi slcot-
hríð þeirra á Randarikjamönn-
um. Roosevelt gaf fyrirskipun
um aðra sókn, en i hávaðanum
og ringulreiðinni heyrðu aðeins
fjórir menn til hans. Hann þaut
aftur til liðssveitanna og öskr-
aði bálreiður á þá. „Auðvitað
höfðu þeir ekki gert neitt rangt,“
sagði Roosevelt síðar. „Ég átti
bágt með mig að verjast brosi,
þegar þeir hrópuðu undrandi
og særðir: „En við heyrðum
ekki til yðar, ofursti! Sækið
fram. Við fylgjum yður eftir.“
Og hermenn annarra deilda
fylgdu þeim nú eftir i sókn
þeirra yfir breiðan dalbotn í
átt til spænsku vígjanna. En nú
lögðu óvinirnir á flótta. Roose-
velt hélt sókninni áfram, og um
lcvöldið voru „Reiðgarparnir“
komnir upp á hæðir þær, sem
næstar voru Santiago. Bardög-
unum var lokið.
Tveim dögum síðar hætti
spænski flotinn sér út úr Santi-
agohöfn, og var honum þá ger-
eytt. Skömmu síðar gafst borgin
upp. Roosevelt hafði aðeins
dvalið á vígstöðvunum í eina
viku og barizt i einn dag, en
samt nægði þetta til þess að
breyta atburðarás næstu aldar,
því að það var þessi sigur, sem
gerði fyrstur Bandaríkin að
miklu heimsveldi. Og nú varð
Roosevelt, er hafði nú fengið
viðurnefnið „Teddy frá San
Juanhæðum“, sannkölluð þjóð-