Úrval - 01.03.1964, Qupperneq 156
ÚRVAI.
146
hetja, og brátt átti fyrir honum
að liggja aS stjórna þessu nýja
heimsveldi.
„SPARKAÐ VPP Á LOFT“.
Strax og Roosevelt sneri aftur
til New Yorkborgar, báðu for-
vígismenn republikanaflokksins
hann um að bjóða sig fram sem
fylkisstjóra New Yorkfylkis.
Náði bann kosningu, og mun
stríðsfrægð hans hafa átt nokk-
urn þátt í því.
Sem fylkisstjóri síðustu ár
aldarinnar hélt hann áfram að
vera þjóðhetja. En starf þetta
veitti honum líka ómetanlega
reynslu, hvað snerti stjórn opin-
berra mála á æðri stöðum, og
á þessum fylkisstjóraárum sin-
um þroskaði hann með sér
stjórnmálahæfileika sína og
hæfni til þess að koma stefnu-
miðum sínum i framkvæmd.
Kaupsýslumenn höfðu aldrei
treyst lionum i opinberum störf-
um. Nú þegar hann var orðinn
fylkisstjóri, treystu þeir því, að
forvígismaður flokksins, Platt
ríkisþingmaður, héldi aftur af
Roosevelt. Roosevelt kom því
fram, að kosið var um frum-
varp um nýjar skattaálögur á
hlutafélög og önnur fyrirtæki
vorið 1899. Platt og kaupsýslu-
mennirnir voru ákaft á móti
frumvarpinu, en Roosevelt tókst
samt að fá það samþykkt. Þessi
sigur hans átti eftir að hafa víð-
tækar afleiðingar, því að hann
varð til þess, að Platt fór að svip-
ast um eftir ráðum til þess að
losna við hann. Þegar Garret A.
Hobart varaforseti dó þetta ár
ákvað Platt því að „sparka Roose-
velt upp á loft“ með því að gera
hann að varaforsetaefni, en for-
setaefni þeirra var William Mc-
Kinley.
Þetta kom Roosevelt í nokkurn
bobba. Hann var ekki ánægður
með útnefninguna við þau skil-
yrði, er voru fyrir hendi. Og
hann áleit, að varaforsetastarfið
yrði ekki nægilega virkt fyrir
hans smekk. Þó fór svo að lok-
um, að hann var útnefnd-
ur, vegna þess að fulltrúar
á republikanaþinginu árið 1900
kröfðust þess vegna hinna miklu
vinsælda hans þar vestur frá.
Roosevelt áleit nú, að hann
gæti ekki undan þessu skorazt
lengur. McKinJey, sem álitinn er
virðulegasti forsetinn, er Banda-
ríkin hafa átt, ákvað að taka
mjög lítinn þátt i kosningabar-
áttunni. Ætlaði hann aðeins að
flytja nokkrar stuttar ræður um
stefnumál sín. Það kom því á
Roosevelt að taka hita og þunga
ræðuhaldanna á sínar lierðar.
Hann var himinlifandi.
Næstu mánuðina æddi hann
um landið þvert og endilangt,
ferðaðist samtals 21.000 mílna