Úrval - 01.03.1964, Qupperneq 162
152
ÚRVAI
sagði eitt sinn við Sewall vin
sinn, er hann kom i heimsókn,
að Hvíta HúsiS væri prýðilegur
„bær“.
GRAFINN SKURÐUR
Roosevelt bauS sig fram sem
forsetaefni árið 1904 og var
kjörinn, og dvaldi hann því sam-
fleytt IV2 ár í Hvíta Húsinu.
Afrek hans eru mörg og marg-
vísleg og skipa honum hiklaust
í röð mestu forseta landsins.
Á þeim árum voru Bandaríkin
að eflast bæði iðnaðarlega og
sem heimsveldi. Þetta hafði í
för með sér nýja ábyrgð og nýj-
ar hættur erlendis, en innan
lands urðu nú geysilegir árekstr-
ar milli fjármagns og verkalýðs.
Vegna hinnar fjölþættu mann-
þekkingar sinnar og reynslu
hafði hann til að bera skilning
og innsæi, sem gerði honum
fært að ráða ,,ferð“ þjóðarinnar,
líkt og það væri hann einn, sem
skapaði allar aðstæður.
Eitt þessara verka er gröftur
Panamaskurðarins. Verlt það
hafði dregizt á langinn i 20 ár
vegna ýmissa mistaka. T.R.
skildi, að styrkur bandarislca
flotans myndi tvöfaldast, ef auð-
velt gæti orðiö að flytja hann
á milli Atlantshafs og Kyrrahafs
í skyndi. Því ákvað hann að
hefjast handa með gerð skurð-
arins. Honum tókst fljótt að
komast að samningum um skurð-
arsvæðið, og lét hann sið-
an kaupa upp hið gjald-
þrota franska félag, sem haföi
reynt að grafa skurðinn. Þingið
var þessu mótfallið. Og þegar
stjórnarbylting var gerð á Pan-
amasvæðinu og stófnað nýtt lýð-
veldi, Panama, sem sagði sig úr
lögum við Colombíu, samdi
hann strax við hina nýju stjórn
um skurðgröftinn.
Andstæðingar heima fyrir
gagnrýndu Roosevelt fyrir það,
að hann vildi verða einráður
í þessu máli, og báru jafnvel
fram þá ásökun, að hann hefði
lagt drögin að stjórnarbylting-
unni. Hann neitaði þeirri á-
sökun eindregið. Siðar, er hann
lét af embætti, sagði hann um
mál þetta: „Á meðan ég var
forseti, reyndi ég að kæfa þessar
stjórnarbyltingar i fæðingunni.
En þegar þessi umrædda stjórn-
arbylting brauzt út, þurfti ég
alls ekki að hvetja til neinnar
stjórnarbyltingar. Ég lét bara
vera að kæfa hana í fæðing-
unni.“
Enn fremur bætti hann við:
„Stranglega skoðað hefði ég átt
að fá þinginu allt þetta mál í
hendur, og þá hefði þingið enn
verið að ræða málið, og skurð-
urinn yrði grafinn einhvern tíma
eftir hálfa öld. Ég samdi því um
réttinn á eiðinu og lét þinginu