Úrval - 01.03.1964, Síða 163
LÍF THEODORES ROOSEVELTS
163
bara eftir að ræða mig. En þótt
umræður þeirra haldi áfram,
má ekki gleyma því, að skurð-
gröfturinn heldur einnig áfram.“
STÓRI VÖNDURINN
T.R. trúði á ákveðni og festu
í utanríkismálum. Hann hafði
eit sinn sagt: „Til er góður máls-
háttur, er hijóðar svo: Talaðu
blíðlega, og berðu stóran vönd,
og þá muntu komast langt. „Og
þessi kenning hans, sem hann
vildi fara eftir, færði Banda-
ríkjunum upp í hendurnar nýtt
og furðulegt hlutverk í heims-
málunum, hlutverk strangra for-
eldra gagnvart krökkum, sem
eru að hnakkrífast. Roosevelt
var beðinn um að vinna að frið-
arskilmálum til þess að binda
eudi á stríðið milli Rússa og
Japana og binda endi á deilur
um Marokkó, sem virtust geta
hleypt nýju striði af stað. Hann
leysti bæði þessi viðfangsefni
með prýði og fékk friðarverð-
laun Nobels árið 1906.
T.R. gerði mönnum skiljan-
legt, að hann myndi hvorki
draga taum auðfélaga né verka-
lýðsins. Hann sagði, að hann
væri reiðubúinn að hlýða á mál
beggja. En samt var fyrsta máls-
sókniri gegn samsteypu auð-
hringa höfðuð fyrirvaralaust að
hans undirlagi. Var það gegn
samsteypu járnbrautarfélaga, er
haft hefði í för með sér, að hinn
nýi hringur hefði haft einokun-
araðstöðu hvað snerti fjórða
hluta allra járnbrauta i landinu.
Einn helzti forvigismaður
hringsins, J.P. Morgan, bar fram
mótmæli og spurði, hvers vegna
þeir hefðu ekki verið látnir
vita, að eitthvað slíkt væri i að-
sigi; sjálfsagt hefði þá verið
hægt að gera viðeigandi ráðstaf-
anir.
„Við viljum binda endi á
slíkar samsteypur, en viljum aðr-
ar ráðstafanir,“ hljóðaði svarið
frá þeim embættismanni Roose-
velts, er með þetta mál hafði
að gera. Hið langa timabil, er
einkenndist af þvi, að auðfélög-
in álitu stjórnina í Washington
nokkurs konar samstarfsfélag,
var nú á enda runnið.
Helzta baráttumál siðari
Rooseveltstjórnarinnar var
verndun skógarsvæða i Vestur-
fylkjunum. T.R. hafði gengizt
fyrir því, að sífellt væru tekin
frá ný skógarsvæði, er friðuð
yrðu, þannig að ekki gengi um
of á skóga þjóðarinnar. í and-
stöðu við þesa stefnu voru skóg-
arhöggsfélög og timburverk-
smiðjur, nautgriparæktarbænd-
ur, námufélög, olíufélög og raf-
orkufélög. Það sauð upp úr árið
1907, þegar þingið samþykkti
fjárveitingar vegna landbúnaðar
með ákvæði um, að ekki skyldu