Úrval - 01.03.1964, Side 164
154
nein ný skógarsvæði verða frið-
uð í (i af Vesturfylkjunum. T.R.
myndi neyðast til þess að skrifa
undir lög þessi.
En hann átti 10 daga til stefnu,
og á þeim tíma gat hann friðað
eins mörg skógarsvæði og hann
lysti. Deildin, er fjallaði um
friðun skóga, tók til óspilltra
málanna við landmælingar. Unn-
ið var nætur sem daga. Um á-
rangurinn sagði T.R. siðan sigri
hrósandi: „Þegar vinir sérhags-
munamannanna vöknuðu, upp-
götvuðu þeir, að 16 milljónir
skógarekra höfðu verið friðað-
ar til hagsmuna fyrir alla þjóð-
ina. Það er óþarfi að lýsa ofsa-
reiði andstæðinganna, sem hót-
uðu öllu illu.“
T.R. lauk kjörtímabili sínu
með dirfskufullu uppátæki, sem
sýndi það svart á hvitu, að
Bandaríkin stóðu nú engri þjóð
að baki. í desember 1907 sendi
hann „Stóra Hvíta Flotann“ af
stað í hringferð umhverfis jörð-
ina. Það voru samtals 16 skip,
og voru áhafnir þeirra samtals
12.000 menn. Þetta átti sér ekk-
ert fordæmi.
Flotinn sigldi suður með
Suður-Amerikuströndum og yf-
ir i Kyrrahaf, yfir það allt til
Nýja Sjálands, Ástraliu, Filips-
eyja og Tokyo. Á heimleiðinni
köm hann við í Messina á Sikil-
ey að nýafstöðnum geysilegum
ÚRVAL
jarðskjálfta og veitti góða að-
stoð í hörmungum bæjarbúa.
Alls staðar mætti flotinn vináttu
og góðu samstarfi. Rooseve^
kallaði ferð þessa sitt „þýðing-
armesta framlag i þágu friðar-
ins.“
Tiu dögum eftir heimkomu
flotans lauk kjörtímabili T.R.
með eiðtöku næsta forseta, Willi-
ams Howards Tafts, sem T.R.
hafði sjálfur valið. Sama morg-
un kom Henry Adams gainall-
og náinn vinur T.R., til skrif-
stofu hans til þess að kveðja
hann. „Ég mun sakna þín mjög
mikið,“ sagði hann, er hann
þrýsti liönd Roosevelts. Tilfinn-
ingar allrar þjóðarinnar birtust
í þessum orðum.
ELGSTARFSFLOKKURINN
STOFNAÐUR
„Þegar fólk hefur rætt um það
við mig, hvað Bandaríkin ættu
að gera af sínum afdönkuðu
forsetum, hef ég alltaf svarað
því til, að það væri þó einn af-
dankaður forseti, sem þjóðin
þyrfti engar áhyggjur að hafa
af. . . vegna þess að ég gæti
alveg séð um mig sjálfur.“
Flestir fyrrverandi forsetar
höfðu átt erfitt með að sætta
sig við þessi miklu viðþrigði,
og liöfðu þeir oft og einatt fund-
ið til sárra vonbrigða með það,
er þeir tóku sér síðar fyrir