Úrval - 01.03.1964, Síða 167
LÍF THEODORES ROOSEVELTS
157
frakkann, og gegnum gleraugna-
hulstur og liandritið að ræðu
’’ 'ns, áður en hún komst inn í
bringuna. Þar hafði hún aðeins
brotið rif, i stað þess að lenda
í lungum eða hjarta lians, því
að afl hennar var að miklu leyti
þrotið, er hún lenti í sjálfri
bringunni.
Ölt þjóðin varð stórhrifin af
hinu furðulega hugrekki hans og
ofboðslega viljaþreki. Nokkrum
vikum siðar var gengið til kosn-
inga, og gekk Roosevelt vel í
þeiin. Hann fékk 4.216.00 at-
kvæði og sigraði Taft mjög
myndarlega, líkt og hann hafði
spáð. Samanlagt fengu þeir
miklu meira en helming allra
greiddra atkvæða. En nú var
forsetaefni demokrata, Wood-
row Wilson, samt orðinn for-
seti Bandaríkjanna.
ENDALOK HINS MIKLA
ÆVINTÝRIS
T.R. náði sér algerlega eftir
skotsárið. Hann varð að ganga
með kúluna í sér, þvi að erfitt
halði reynzt að ná henni. Og
um haustið 1913 var hann orð-
inn nógu hress til þess að leggj-
af stað í síðasta stórleiðangur
lífs síns.
Nú lagði hann af stað til hér-
aðsins Mato Grosso í Brasilíu,
en þar eru minnst þekktu og
þéttustu frumskógar heims. Aðal-
viðfangsefni hans átti að verða
kortlagning einnar órannsakaðr-
ar þverár Amazon. Hét sú Rio
da Duvida — Á efans •—. Leið-
angur þessi kostaði hann næst-
um lífið. Það hljóp ígerð í gam-
alt sár i öðrum fæti hans, og á
eftir fylgdi hitasótt. Birgðirnar
þraut, og dögum saman höfðu
leiðangursmenn ekkert til mat-
ar nema pálmablöð. Þegar T.R.
komst loks aftur til siðmenning-
arinnar, hafði hann létzt um 45
pund, og var hann þá svo mátt-
farinn, að hann varð að ganga
við staf.
„Ég varð að fara i þessa ferð,“
sagði hann til skýringar. „Þetta
var síðasta tækifæri mitt til
þess að vera strákur.“
En leiðangurinn hafði gengið
vel og hlaut almenna viðurkenn-
ingu, því að T.R. hafði kannað
hið 1000 mílna langa fljót, sem
hafði verið kortagerðarmönnum
heimsins algerlega óþekkt hing-
að til. Nú ber það nafnið Rio
Roosevelt — Rooseveltfljót.
Þegar T.R. sneri aftur til sið-
menningarinnar, rambaði ver-
öldin ú barmi heimsstyrjaldar-
innar fyrri. Hann áleit, að
Bandaríkin yrðu fyrr eða síðar
að ganga í lið með Bandamönn-
um gegn Þjóðverjum, og hann
reri nú að því öllum árum, að
Bandarikin byggju sig undir þau
átök. En Wilson var hlynntur